Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 54

Peningamál - 23.11.2022, Qupperneq 54
PENINGAMÁL 2022 / 4 54 sem samsvarar einu staðalfráviki). Miðað við nýjasta matið veldur óvænt 1 prósentu aukning verðbólgu því að lang- tímaverðbólguvæntingar eru endurskoðaðar upp á við um 0,4 prósentur. Á heildina litið virðast áhrif óvæntrar verðbólgu á verð- bólguvæntingar því hafa farið minnkandi er leið á síðasta ára- tug í takt við bættan árangur peningastefnunnar við að halda verðbólgu nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Það er í takt við niðurstöður svipaðrar greiningar í Seðlabanki Íslands (2017) en þar kemur fram að áhrif óvæntrar verðbólgu á verðbólguvæntingar hafi verið mikil á tímabilinu 2003-2007 en að þau hafi orðið tölfræðilega ómarktæk þegar horft er til tímabilsins 2012-2016 (sjá mynd 4.12 á bls. 19). Niðurstöður aðfallsgreininganna sem sýndar eru á myndum 4 og 5 benda hins vegar til þess að þessi áhrif hafi aukist á ný undir lok síðasta árs eða þegar kom fram á þetta ár. Af hverju skiptir þetta máli? Kjölfesta verðbólguvæntinga hér á landi virðist hafa veikst undanfarið samfara því að verðbólga hefur aukist. Verð- bólgu væntingar hafa hækkað og sveiflur í verðbólgu og verðbólguvæntingum aukist. Áhrif þessa eru víðtæk. Auknar sveiflur í verðbólgu og verðbólguvæntingum leiða t.d. til aukinna sveiflna í nafn- og raunvöxtum sem aftur leiða til aukinna sveiflna í efnahagsumsvifum og gengi krónunnar (sjá nánar í Seðlabanki Íslands, 2017). Veikari kjölfesta verðbólguvæntinga gerir það einnig að verkum að erfiðara verður að ná verðbólgu niður á ný og áhrif kostnaðarskella og hlutfallslegra verðbreytinga á verð- bólgu verða meiri og langlífari en þegar kjölfestan er traustari. Það sést m.a. á samspili launabreytinga og verðbólgu en þetta samband hefur almennt veikst eftir því sem kjölfesta verðbólguvæntinga hefur styrkst. Niðurstöður Bobeica o.fl. (2021) benda t.d. til þess að traustari kjölfesta verð- bólguvæntinga leiki lykilhlutverk í því að skýra minnkandi tengsl milli launahækkana og verðbólgu í Bandaríkjunum undan farna þrjá áratugi. Niðurstöður Alþjóðagreiðslubankans (2022) segja sömu sögu: áhrif launahækkana á verðbólgu eru minni í löndum þar sem verðstöðugleika hefur verið náð en í löndum þar sem verðbólga er jafnan meiri. Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga dregur ekki einungis úr áhrifum launahækkana á verðbólgu heldur almennt úr áhrifum framboðsskella á verðbólgu. Niðurstöður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (2022) benda t.d. til þess að fram- boðshnökrar hafi meiri og þrálátari áhrif á verðbólgu sé kjöl- festa væntinga veik og samkvæmt Baba og Lee (2022) hefur hækkun olíuverðs minni áhrif á laun og verðlag þegar verð- bólga er lítil fyrir en þegar hún er mikil (sjá einnig niðurstöður Alþjóðagreiðslubankans, 2022). Það er í takt við niðurstöður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.