Peningamál - 23.11.2022, Síða 55

Peningamál - 23.11.2022, Síða 55
PENINGAMÁL 2022 / 4 55 Bems o.fl. (2021) sem benda til þess að verðbólguáhrif við- skiptakjaraskells séu minni og skammlífari þegar verðbólga er lítil fyrir og verðbólguvæntingar hafa traustari kjölfestu. Að hluta til rekja þeir ástæðuna til þess að gengi gjaldmiðilsins lækkar minna en ella þegar kjölfestan er traust en einnig til þess að áhrif gengislækkunarinnar á verðbólgu verða að sama skapi minni. Það er í takt við fjölda rannsókna sem sýna að áhrif gengisbreytinga á verðbólgu (e. exchange rate pass- through) eru minni eftir því sem kjölfesta verðbólguvæntinga er traustari (sjá t.d. Gagnon og Ihrig, 2004). Það er einnig í samræmi við niðurstöður Edwards og Cabezas (2022) um að áhrif gengisbreytinga á verðbólgu hér á landi hafi minnkað töluvert eftir því sem trúverðugleiki peningastefnunnar jókst í kjölfar þess að endurbætur voru gerðar á ramma peninga- stefnunnar fyrir liðlega áratug. Til að gefa hugmynd um hve miklu máli það skiptir að verðbólguvæntingar hafi trausta kjölfestu ber mynd 6 saman áhrif 1% varanlegrar hækkunar innflutningsverðs á innlenda verðbólgu eftir því hvort langtímaverðbólguvæntingar bregð- ast við eða ekki. Notast er við verðbólgujöfnu QMM-líkans Seðlabankans og þessi 1% hækkun innflutningsverðlags framkölluð með hækkun olíuverðs og alþjóðlegrar verðbólgu (sjá einnig umfjöllun í kafla I í Peningamálum 2018/2). Sýnd eru tvö dæmi. Í því fyrra er gert ráð fyrir að kjölfesta lang- tímaverðbólguvæntinga haldi en í því síðara gefur hún eftir og þær hækka í takt við nýliðna verðbólgu. Eins og sjá má eru áhrifin töluvert minni og fjara mun hraðar út ef kjöl festa væntinga heldur. Gefi kjölfestan eftir leiðir þessi 1% hækkun innflutningsverðlags til varanlegrar 0,4% hækkunar vísitölu neysluverðs en haldi hún eru langtímaáhrifin um helmingi minni. Samantekt Kjölfesta verðbólguvæntinga virðist hafa veikst undanfarið ár í takt við hratt vaxandi verðbólgu og viðvarandi frávik verð- bólgu frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Veikari kjölfesta væntinga eykur hættu á að mikil verðbólga festist í sessi og erfiðara verður að ná henni niður á ný eftir því sem kjölfestan verður veikari. Það undirstrikar mikilvægi snarpra viðbragða peningastefnunnar undanfarið til að tryggja aftur kjölfestu þeirra í markmiði. Heimildir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2016). Global disinflation in an era of constrained monetary policy. International Monetary Fund, World Economic Outlook, kafli 3, október 2016. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2022). Wage dynamics post COVID-19 and wage-price spiral risks. International Áhrif 1% hækkunar innflutningsverðlags á verðbólgu1 1. Myndin sýnir stílfærð áhrif 1% varanlegrar hækkunar innflutningsverðlags á árlega verðbólgu og uppsöfnuð áhrif á verðlag. Sýnd eru tvö dæmi. Í því fyrra haldast verð- bólguvæntingar óbreyttar í verðbólgumarkmiði Seðlabankans en í því síðara hefur hækkunin áhrif á langtímaverðbólguvæntingar. Heimild: Seðlabanki Íslands. Prósentur Mynd 6 Verðbólguvæntingar óbreyttar Verðbólguvæntingar breytast Uppsöfnuð áhrif Uppsöfnuð áhrif 0,00 0,05 0,10 0,15 0,20 0,25 0,30 0,35 0,40 0,45 109876543210 Fjöldi ára

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.