Peningamál - 23.11.2022, Side 62

Peningamál - 23.11.2022, Side 62
PENINGAMÁL 2022 / 4 62 Rammagrein 4 Spár Seðlabankans um efnahagsþróun ársins 2021 Eins og fyrri ár birtir Seðlabankinn í nóvemberhefti Peninga­ mála samantekt á því hvernig bankanum tókst til við að spá um framvindu efnahagsmála á nýliðnu ári. Með því er reynt að draga fram helstu orsakir frávika í spám bankans svo að hægt sé að læra af þeim og nýta til að bæta spágerðina og líkön bankans. Þau tvö ár sem liðu frá því að COVID-19-farsóttin barst hingað til lands og þar til að Hagstofa Íslands birti fyrstu áætlun um hagvöxt ársins 2021 voru umrótssöm. Ný heimsmynd blasti við þegar tilkynnt var að hættuleg og bráðsmitandi farsótt hefði brotist út og eldri spár viku fyrir sviðsmyndum þar sem áætlanir um gang faraldursins voru í fyrirrúmi. Í fyrstu lituðust spár bankans einkum af fréttum af nýjum afbrigðum veirunnar og því hvernig smitfjöldi og umfang sóttvarnaráðstafana þróuðust hér á landi og í við- skiptalöndum. Þegar leið á faraldurinn tóku spár að litast fremur af fregnum af framleiðsluhnökrum, vandræðum við vöruflutninga og sviptingum á alþjóðamörkuðum sem ágerð- ust eftir því sem efnahagsbatanum vatt fram. Spá bankans um hagvöxt á árinu 2021 sem gerð var strax í kjölfar þess að farsóttin skall á var í ágætu samræmi við nýjustu áætlun Hagstofunnar (sjá umfjöllun í rammagrein 3 í Peningamálum 2021/4). Þrátt fyrir það raungerðust fæstar af þeim forsendum sem lágu að baki spánni. Þar ber helst að nefna spár um hve lengi faraldurinn myndi vara og hver áhrif hans yrðu á alþjóðlegar aðfangakeðjur. Þá reyndust forsendur um efnahagsbata í kjölfar farsóttar of svartsýnar. Samspil þessara þátta leiddi til vanspár á alþjóðlegu hrávöru- og olíuverði og þar með á innlendri verðbólgu. Farsóttin varaði lengur en í fyrstu var gert ráð fyrir en áhrif hennar á efnahagsumsvif dvínuðu er á leið Þegar COVID-19-farsóttin barst hingað til lands í febrúar 2020 höfðu horfur versnað í helstu útflutningsatvinnugrein- um þjóðarbúsins frá nóvemberspá bankans árið áður og útlit var fyrir hóflegan hagvöxt árin 2020 og 2021. Eftir að stjórn- völd um heim allan gripu til aðgerða í því skyni að hemja útbreiðslu farsóttarinnar varð þó ljóst að heimsbúskapurinn yrði fyrir miklum áhrifum og að landsframleiðsla hér sem og annars staðar myndi dragast verulega saman. Óvissa var aftur á móti mikil um til hversu mikilla aðgerða þyrfti að grípa svo að hægt yrði að ráða niðurlögum farsóttarinnar, hve lengi þær myndu vara og hver áhrif þeirra yrðu á mismunandi atvinnugreinar. Þá var einnig mikil óvissa um hvenær yrði

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.