Peningamál - 23.11.2022, Page 64

Peningamál - 23.11.2022, Page 64
PENINGAMÁL 2022 / 4 64 2021 ollu grunnáhrif hærri landsframleiðslu árið 2020 því að spáð var lítillega minni hagvexti en áður. Þegar leið á haustið 2020 ágerðist farsóttin á ný og ljóst varð að fyrri væntingar um gang hennar hefðu reynst of bjartsýnar. Í spá Peningamála í nóvember 2020 var því spáð töluvert hægari bata í ferða- þjónustu á árinu 2021 og að útflutningur myndi einungis aukast um tæplega 12% á árinu í stað um og yfir 20% í fyrri spám (mynd 2). Samhliða dekkri útflutningsspá var spá um hagvöxt á árinu 2021 því færð enn frekar niður eða í 2,3%. Í febrúarspá bankans árið 2021 höfðu útflutningshorf- ur áfram versnað. Þar komu til lakari aflabrögð í botnfiski, útlit fyrir samdrátt í leyfilegum afla uppsjávartegunda og aukin svartsýni um markaðsaðstæður fyrir bæði sjávarafurðir og álafurðir. Þá bættist við mikil fjölgun smita í helstu við- skiptalöndum sem leiddi til þess að spáð var enn hægari fjölg- un ferðamanna á árinu. Á móti vógu bjartari horfur um inn- lenda eftirspurn, sér í lagi um meiri atvinnuvegafjárfestingu, íbúðafjárfestingu og einkaneyslu, og var spá um hagvöxt því lítið breytt frá fyrri spá eða 2,5%. Febrúarspáin um fjölda ferðamanna á árinu var í ágætu samræmi við það sem síðar reyndist. Horfur um vöruútflutn- ing reyndust aftur á móti of svartsýnar. Eftirspurn eftir áli og sjávarafurðum tók við sér þegar leið á árið auk þess sem sjávarafli var meiri, sér í lagi af loðnu og botnfiski. Í ágústspá bankans sama ár höfðu því hagvaxtarhorfur batnað til muna og var þá spáð 4% hagvexti sem er í ágætu samræmi við endanlegan hagvöxt ársins. Spár um þróun ráðstöfunartekna voru of svartsýnar og viku spám um einkaneyslu af leið … Ástæður þess að hagvaxtarspár urðu of svartsýnar er leið á árið 2020 og fram á vorið 2021 má að nokkru leyti rekja til þess hvernig horfur um einkaneyslu þróuðust á tímabilinu. Í fyrstu var talið að áhrif farsóttarinnar á einkaneyslu yrðu meiri en raunin var. Spá Peningamála í maí 2020 gerði ráð fyrir að hún myndi dragast saman um 7% á árinu 2020 en aukast á ný árið 2021 um 6,4% (mynd 3). Þegar komið var fram á sumarið 2020 virtist farsóttin í rénun. Slakað var á sóttvörnum og neysla heimilanna varð fyrir vikið meiri en búist hafði verið við. Um haustið jókst þunginn í farsóttinni á ný og virtist þá einnig sem lengur tæki að ná tökum á henni. Í ágústspá bankans sama ár var því bæði gert ráð fyrir meiri einkaneyslu á árinu 2020 og minni einkaneyslu á árinu 2021 og var því spá um vöxt hennar lækkuð niður í 3,8%. Í spá Peningamála í nóvember höfðu horfur um atvinnuleysi og vöxt ráðstöfunartekna á árinu 2021 dökknað og var því aftur spáð minni vexti einkaneyslu eða 2,7%. Svartsýni í nóvemberspá bankans árið 2020 reyndist aftur á móti fullmikil. Fyrstu teiknin um það komu fram strax Útflutningsspár Peningamála fyrir árið 20211 1. Spár PM 2020/2-2020/4 og 2021/1-2021/4 fyrir vöxt útflutnings vöru og þjónustu ársins 2021 ásamt nýjasta mati Hagstofu Íslands. Myndin sýnir einnig spá PM 2022/1 sem er síðasta spá bankans fyrir fyrstu áætlun Hagstofunnar á útflutningsvexti ársins 2021. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 2 0 5 10 15 20 25 Nýjast 22/1 21/4 21/3 21/2 21/1 20/4 20/3 20/2 Einkaneysluspár Peningamála fyrir árið 20211 1. Spár PM 2020/2-2020/4 og 2021/1-2021/4 fyrir vöxt einkaneyslu ársins 2021 ásamt nýjasta mati Hagstofu Íslands. Myndin sýnir einnig spá PM 2022/1 sem er síðasta spá bankans fyrir fyrstu áætlun Hagstofunnar á einkaneysluvexti ársins 2021. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 3 0 1 2 3 4 5 6 7 8 Nýjast 22/1 21/4 21/3 21/2 21/1 20/4 20/3 20/2

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.