Peningamál - 23.11.2022, Side 69

Peningamál - 23.11.2022, Side 69
PENINGAMÁL 2022 / 4 69 Gengisspár og umfang sóttvarna 20211 1. Breytingar á gengisspám og umfangi sóttvarnaaðgerða stjórnvalda milli útgáfu Peningamála út frá Oxford COVID-19 sóttvarnarvísitölunni. Heimildir: Oxford COVID-19 Government Response Tracker, Seðlabanki Íslands. Prósentur Mynd 12 Gengisvísitala (v. ás) Sóttvarnarvísitala (andhverfur h. ás) -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 4 2 0 -2 -4 -6 -8 -10 22/1 21/4 21/3 21/2 21/1 20/4 Vísitölustig framgangi farsóttarinnar þegar hver spá var gerð og varð gengisspáin bjartsýnni eftir því sem slakað var á sóttvarna- aðgerðum (mynd 12). Samantekt Skekkjur í spám bankans á tímum farsóttarinnar voru hlut- fallslega stórar í sögulegu samhengi. Það sem einkum skýrir þetta var sú mikla óvissa sem var um framvindu farsóttarinn- ar og afleiðingar hennar. Þá kom það mörgum í opna skjöldu hversu hraður viðsnúningurinn varð þegar létti á faraldrin- um. Framan af gætti sífellt aukinnar svartsýni í spám eftir því sem útbreiðsla farsóttarinnar varð meiri hér á landi sem og annars staðar. Þegar leið á tímabilið varð framvindan skýrari og urðu áhrifin hér á landi hóflegri en óttast var, sér í lagi áhrif á innlenda eftirspurn en hún reyndist töluvert kröftugri en spáð hafði verið. Sú óvissa sem var um þróun efnahagsmála á árinu 2020 og óvenju mikil endurskoðun á hagtölum þess árs gerir það erfiðara um vik að greina rætur þeirra spáskekkja sem voru á spám fyrir árið 2021. Þegar einblínt er á hlut- fallsbreytingar milli ára er því sérlega mikilvægt að gera greinarmun á breytingum sem voru á horfum fyrir árið 2021 og grunnáhrifum sem urðu vegna endurskoðunar á tölum fyrir árið 2020. Þá höfðu endurskoðanir á tölum fyrir árið 2020 einnig áhrif á væntingar um þróun mála á árinu 2021. Verðbólgu ársins var kerfisbundið vanspáð á tímabil- inu. Þar vógu þungt sífelldar hækkanir umfram spár á aðfangaverði, flutningskostnaði og hrávöruverði. Ástæður þessa voru að stórum hluta að eftirspurn reyndist hér á landi sem og á heimsvísu afar sterk á sama tíma og framleiðsla dróst saman sem var þvert á það sem búist var við að yrði fyrst þegar farsóttin kom upp.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.