Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 9
4.3.2.11 Dómur Hæstaréttar 13. desember 2012 í máli
nr. 693/2012
4.3.2.12 Dómur Hæstaréttar 17. janúar 2013 í máli
nr. 386/2012
4.4 Samantekt og hugleiðingar um fordæmisgildi gengis-
tryggingardóma Hæstaréttar
5. LEIÐBEININGAR- OG VIÐMIÐUNARREGLUR SEM RÁÐA
MÁ AF DÓMAFRAMKVÆMD HÆSTARÉTTAR UM ÞAÐ
HVORT LÁN TELST VERA Í ÍSLENSKUM KRÓNUM EÐA
ERLENDRI MYNT/MYNTUM
5.1 Tilgreining lánsfjárhæðar og framkvæmd samnings
5.2 Heildstætt mat á samningsskilmálum
5.3 Önnur atriði sem þýðingu kunna að hafa við mat á eðli
lánsskuldbindingar
5.4 Sönnunarbyrði um eðli skuldbindingar
6. LOKAORÐ
1. INNGANGUR
Lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu tóku gildi hinn 1. júlí
2001 (hér eftir vxl.). Við gildistöku laganna voru lán, þar sem ein-
stakar afborganir tóku mið af gengi erlends eða erlendra gjaldmiðla,
afar fátíð.1 Lánveitingar með slíkum kjörum jukust hins vegar tals-
vert upp úr síðustu aldamótum og þá í byrjun einkum til lögaðila.
Gengistryggð lán til einstaklinga urðu hins vegar ekki algeng fyrr
en á árunum 2004 og 2005.2 Síðustu árin fyrir banka- og gjaldeyris-
hrunið, einkum á árunum 2005 til 2008, urðu slík lán hins vegar
vinsæl og stóðu einstaklingum og lögaðilum til boða hjá flestum
fjármálafyrirtækjum hér á landi. Þá voru gengistryggð lán valkost-
ur bæði hjá stofnunum í eigu ríkis og sveitarfélaga, líkt og nánar
verður rakið síðar í greininni.3
Lánsskuldbindingar, sem verðtryggðar hafa verið með því að
binda þær við gengi erlends eða erlendra gjaldmiðla, hafa verið
nefnd ýmsum nöfnum, t.d. „lán/lánssamningur í erlendri mynt/
myntum“, „erlent myntkörfulán“, „myntkörfulán“, „fjölmyntalán“
o.fl. Telja verður slíka orðnotkun villandi ef erlend mynt skiptir ekki
1 Alþt. 2000-2001, A-deild, þskj. 872 – 566. mál, bls. 3686-3687.
2 Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 151/2010 um breytingu á lög-
um um vexti og verðtryggingu o.fl. kemur fram að gengistryggð lán heimila urðu ekki al-
geng fyrr en á síðasta áratug og einskorðast nánast við árabilið 2005 til 2008. Alþt. 2010-
2011, A-deild, þskj. 662 – 206. mál.
3 Slík lán hafa hins vegar ekki verið í boði hjá Íbúðalánasjóði sem starfar á grundvelli
laga nr. 44/1998 um húsnæðismál.