Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 10

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 10
8 raunverulega um hendur í viðskiptum lánveitanda og lántaka. Í þessari grein verður sjónum beint að þeim lánsskuldbindingum sem falla undir gildissvið VI. kafla vxl. og verður því, í stað framan- greindra hugtaka, hér eftir rætt um „gengistryggð lán“. Í aðdraganda og enn frekar í kjölfar bankahrunsins féll gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum myntum með þeim afleið- ingum að höfuðstóll þeirra lánssamninga, sem verðtryggðir voru miðað við breytingar á gengi erlends gjaldmiðils eða gjaldmiðla, hækkaði verulega.5 Það þarf því ekki að koma á óvart að fjölmörg mál hafa verið rekin fyrir dómstólum þar sem á það hefur reynt hvort slík gengisbinding sé lögmætur grundvöllur verðtryggingar í skilningi VI. kafla vxl. Í þessari grein verður gerð grein fyrir VI. kafla vxl. þar sem finna má þær lagareglur sem gilda um heimildir manna til að verðtryggja fjárskuldbindingar í íslenskum krónum. Í því skyni að rannsaka hvaða skuldbindingar falla undir gildissvið kaflans verður beitt hefðbundnum aðferðum lögfræðinnar og litið til texta lagaákvæð- anna, lögskýringargagna, skrifa fræðimanna og dómaframkvæmd- ar. Rétt er að taka sérstaklega fram að ekki verður tekið til skoðunar í greininni með hvaða hætti leiðrétta beri samningsákvæði er inni- halda ólögmæta gengistryggingu. Greinin er þannig upp byggð að fyrst verður fjallað stuttlega um verðtryggingarmöguleika samkvæmt VI. kafla vxl. (kafli 2). Því næst verður fjallað um bannreglu VI. kafla vxl. andspænis megin- reglunni um samningsfrelsi og reglum Evrópuréttarins um frjálst flæði fjármagns (kafli 3). Þungamiðja greinarinnar eru kaflar 4 og 5 þar sem fjallað er með ítarlegum hætti um það hvaða skuldbind- ingar falli undir VI. kafla vxl. Í því sambandi verður horft sérstak- lega til túlkunar á hugtakinu „lánsfé í íslenskum krónum“ með hliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar á þessu sviði (kafli 4). Þá verða í 5. kafla settar fram hugleiðingar um þær leiðbeiningarreglur sem lesa má úr dómaframkvæmdinni um það hvenær lán telst vera í íslenskum krónum eða eldri mynt eða myntum. Að lokum er að finna niðurstöðukafla þar sem helstu ályktanir, sem settar eru fram í greininni, eru dregnar saman (kafli 6). 4 Eyvindur G. Gunnarsson: „Um gengistryggð lán og verðtryggingu“. Úlfljótur 2009, bls. 316. 5 Eðli máls samkvæmt hafði gengisfall íslensku krónunnar mismunandi áhrif á fjárhæð lána enda voru þau ýmist miðuð við eina tiltekna mynt eða miðuð við reiknieiningu þar sem tilteknar myntir vógu mismikið (myntkörfu) en dæmi voru um að eftirstöðvar lána hafi nær tvöfaldast. Sjá til hliðsjónar grein Ásu Ólafsdóttur, „Meginregla íslensks samn- ingaréttar um rangar forsendur og endurreikningur ólögmætra gengislána“, Úlfljótur 2012, bls. 6.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.