Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 23
 leigusamningar, falla samkvæmt þessu utan gildissviðs VI. kafla laganna. Hins vegar er hvorki að finna í lögum nr. 38/2001 né í lög- skýringargögnum skilgreiningu á hugtakinu „lánsfé“. Verður því við túlkun samninga, þar sem vafi leikur á hvort um láns- eða leigu- samninga er að ræða, að fara eftir skilgreiningum á slíkum samn- ingum eins og þær birtast í öðrum lögum, lögskýringargögnum, skrifum fræðimanna og dómaframkvæmd. Eins og ítarlega verður rakið síðar í greininni hefur túlkun hugtaksins „lánsfé“ valdið deil- um og orðið tilefni málaferla fyrir dómstólum. Lánssamningar hafa verið skilgreindir þannig að um sé að ræða samninga sem skuldbinda lánveitanda til að afhenda öðrum aðila, lánþeganum, peninga eða aðra tegundarákveðna muni gegn því að lánþeginn endurgreiði síðan sama fjölda sömu tegundar en ekki nákvæmlega sömu verðmætin og hann fékk í hendur.25 Oftast er samið svo um að endurgjald skuli greitt fyrir lánið sem í tilviki pen- ingalána er nefnt vextir sem ýmist geta verið fastir eða breyti- legir.26 Leigusamningar hafa á hinn bóginn verið skilgreindir þannig að um sé að ræða gagnkvæman samning þar sem annar aðilinn, leigu- sali, heimilar gagnaðila, leigutaka, tiltekin afnot og eftir atvikum arðsemi verðmæta gegn endurgjaldi.27 Í framkvæmd veldur það sjaldnast vafa hvort tiltekinn samn- ingur sé í reynd láns- eða leigusamningur og ræðst það af efni við- komandi löggernings. Á árunum eftir efnahagshrunið eru það eink- um hinir svonefndu eignaleigusamningar sem valdið hafa ágrein- ingi enda ljóst að miklu varðar hvort slíkir samningar teljist vera í eðli sínu leigu- eða lánssamningar m.t.t. reglna VI. kafla vxl. Í köfl- um 4.2.1. til 4.2.1.4 hér á eftir verður athyglinni beint að eignaleigu- samningum og þess freistað að varpa ljósi á raunverulegt eðli slíkra samninga með hliðsjón af þeirri löggjöf, sem um þá gilda, og þeim dómum Hæstaréttar þar sem á þá hefur reynt. Í umfjölluninni verða eignaleigufyrirtækin nefnd „leigusali“ og viðsemjandi eða viðsemj- endur þeirra nefndir „leigutaki“ eða „leigutakar“ þó að slík hugtak- anotkun kunni, eftir atvikum, að vera röng og réttara væri að tala um „lánveitanda“ og „lántaka“. 25 Lögfræðiorðabók – með skýringum. Ritstjóri Páll Sigurðsson, aðstoðarritstjórar Barbara Björnsdóttir og Hulda Guðný Kjartansdóttir. Reykjavík 2008, bls. 245. 26 Í c.-lið 4. gr. laga um neytendalán nr. 121/1994 er lánssamningur skilgreindur sem samningur þar sem lánveitandi veitir eða lofar að veita neytanda lán í formi greiðslufrests eða svipaðrar fjárhagslegrar fyrirgreiðslu og neytandi lofar að greiða samkvæmt ákvæðum samningsins. 27 Páll Sigurðsson: Leiguréttur I – Meginreglur íslensks réttar um leigusamninga auk nokkurra sérsviða. Reykjavík 1995, bls. 27.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.