Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 25
 ar- og afnotarétt að lágmarksleigutíma liðnum.30 Í athugasemdum við 3. gr. frumvarps til laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki segir að eignaleigu sé gjarnan skipt í þrennt, þ.e. fjármögnunarleigu, kaupleigu og rekstrarleigu.31 Eignaleigufyrirtæki teljast til lánastofnana í skilningi laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 4. gr., sbr. 3. tölul. 1. mgr. 3. gr., og 2. mgr. 4. gr. laganna. Samkvæmt lögunum er eignaleiga áfram starfsleyfisskyld starfsemi en sérákvæði um eignaleigufyrirtæki samkvæmt eldri lögum voru afnumin, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 123/1992. Breytingin fól það í sér að fyrirtæki, sem stunda eignaleigu, verða að uppfylla starfsleyfiskröfur um viðskipta- banka, sparisjóði eða lánafyrirtæki, m.a. um að stofnfé verði aldrei lægra en 5 milljónir evra (EUR), sbr. 14. gr. laga nr. 161/2002.32 Eignaleigusamningar falla einnig undir gildissvið laga nr. 121/1994 um neytendalán, sbr. d-liður 1. mgr. 2. gr. laganna.33 Lög um neytendalán voru upphaflega sett árið 1993, sbr. lög nr. 30/1993. Síðar voru lögin endurskoðuð og þau endurútgefin samkvæmt lögum nr. 101/1994 sem lög um neytendalán nr. 121/1994. Fram kemur í athuga- semdum í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 30/1993 að tilgangur þess sé að fullnægja með íslenskri löggjöf skilyrðum EB-tilskipana nr. 87/102 EBE og nr. 90/88 EBE.34 Hvorki í lögskýringargögnum með lögum nr. 30/1993 né með lögum nr. 121/1994 um neytendalán er get- ið um ástæður þess að eignaleigusamningar, sem samkvæmt heiti sínu benda til þess að um leigusamninga sé að ræða, eru felldir undir gildissvið laganna sem samkvæmt 1. gr. þeirra taka til lánssamninga sem lánveitandi gerir í atvinnuskyni við neytendur. Skýringu þess má væntanlega rekja til þess að setning laganna er þáttur í aðlögun íslenskrar löggjafar að evrópskum rétti í tengslum við aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og löggjafinn hefur að líkindum ekki hugað sérstaklega að þessu atriði við lagasetninguna.35 30 Hugtakinu „eignarleiga“ var breytt í „eignaleiga“ við gildistöku laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Í athugasemdum við 3. gr. frumvarpsins í greinargerð með lögunum kemur fram að breytingin sé gerð sökum þess að eignarleiga sé ekki réttnefni fyrir þá starfsemi sem orðið á að lýsa. Eignarleiga merki leigu á einhverju sem leigutaki eignist síðan. Eignaleiga merki hins vegar leigu á eign, óháð því hvort leigutaki eignast hið leigða í lok samningstíma. Alþt. 2002-2003, A-deild, þskj. 218 – 215. mál, bls. 1100. 31 Alþt. 2002-2003, A-deild, þskj. 218 – 215. mál, bls. 1100. 32 Eignaleiga telst einnig til „fjármálaþjónustu“ í skilningi 4. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 33/2005 um fjarsölu á fjármálaþjónustu. 33 Sömu sögu er að segja um eldri lög um neytendalán nr. 30/1993 þar sem eignaleigu- samningar féllu samkvæmt c- lið 2. gr. laganna undir gildissvið þeirra. 34 Alþt.1992-1993, A-deild, þskj. 14 – 14. mál, bls. 532. 35 Hvað sem því líður þá liggur fyrir að viðsemjendur eignaleigufyrirtækjanna hafa gjarnan bent á þetta til stuðnings því að löggjafinn flokki eignaleigusamninga fremur sem lánssamninga en leigusamninga, sbr. t.d. dómar Hæstaréttar í málum nr. 282/2011 og 652/2011.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.