Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 26
 4.2.1.1 Kaupleigusamningar Kaupleigusamningar eru ein tegund eignaleigusamninga. Kaup- leiga hefur verið skilgreind sem sú samningsaðstaða samkvæmt eignaleigusamningi að leigusali hefur afsalað að verulegu leyti áhættu og rétti til arðs, sem tengist eignarétti leigusala, og jafnframt veitt leigutaka sjálfkrafa rétt til að eignast hið leigða í lok leigu- tíma.36 Þann 16. júní 2010 voru kveðnir upp í Hæstarétti dómar í málum nr. 92/2010 og 153/2010 þar sem deilt var um lögmæti gengistrygg- ingar í kaupleigusamningum, svonefndum bílasamningum, sem einstaklingar höfðu gert við eignaleigufyrirtækin Lýsingu og SP Fjármögnun. Eignaleigufyrirtækin héldu því fram í báðum mál- unum að samningarnir, sem um var deilt, væru ekki um lán heldur leigu og féllu þar af leiðandi ekki undir reglur VI. kafla vxl. og af þeim sökum hafi aðilum verið frjálst að semja um gengistryggingu án tillits til þeirra. Einstaklingarnir, sem rituðu undir nefnda samn- inga, héldu því hins vegar fram að samningarnir væru í eðli sínu lánssamningar sem féllu undir gildissvið VI. kafla vxl. Tilvitnaðir dómar, sem eru fyrstu dómar Hæstaréttar í hinum svokölluðu gengistryggingarmálum, eru grundvallardómar hvað varðar skýringu á hugtakinu „lánsfé“ í 13. gr. vxl. Niðurstaða Hæstaréttar í báðum málunum var sú, að umræddir samningar væru lánssamningar en ekki leigusamningar. Hrd. 92/2010 (SP-Fjármögnun). Í málinu deildu málsaðilar m.a. um hvort að samningur með fyrirsögninni „Bílasamningur Kaupleiga“ væri samningur um lán eða leigu. Í dómi Hæstaréttar segir orðrétt: „Svo sem rakið hefur verið er í texta samningsins tekið fram að hann sé um kaupleigu, en allt að einu var þó í niðurlagi hans sagt að leigutaki gerði sér grein fyrir því að „lántaka í erlendum gjaldmiðli“ væri áhættusöm, því gengisbreytingar gætu leitt til „hækkunar á höfuðstól á lánstíma og þar með hækkun á af- borgun höfuðstóls og vaxta.“ Í greiðsluyfirliti var jafnframt rætt um af- borganir og sýnt hverjar yrðu „eftirstöðvar“ eftir hverja greiðslu. Í skilmál- um, sem fylgdu samningnum, voru ákvæði um vexti, sem greiða skyldi samhliða afborgunum, en slíkt tíðkast í lánssamningum og á engan veginn við í leigusamningum. Þá var þar jafnframt gengið út frá því að við van- efndir gæti stefndi rift samningi og allt að einu krafið gagnaðila um fullar greiðslur til loka samningstímans, en við riftun leigusamnings fellur niður eðli máls samkvæmt skylda leigutaka til áframhaldandi greiðslu á leigu, þótt leigusali geti eftir atvikum krafið hann um bætur vegna missis leigu- tekna að því afstöðnu. Í samningnum var þessu til viðbótar gengið út frá því að áfrýjandi yrði eigandi bifreiðarinnar gegn greiðslu á 1.000 krónum eftir að hafa innt af hendi 84 mánaðarlegar afborganir, sem svo voru nefnd- ar bæði í greiðsluyfirliti og greiðsluseðlum frá stefnda. Auk alls þessa 36 Sjá 3. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1989 um eignarleigustarfsemi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.