Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 31
tilviki fjármögnunarleigusamninga. Þá var einnig vísað til þeirrar
staðreyndar að bókhalds- og skattaleg meðferð fjármögnunarleigu-
samninga og kaupleigusamninga væri mismunandi.46
b) Dómar Hæstaréttar um eðli fjármögnunarleigusamninga
Þegar þessi grein er rituð hafa tveir dómar fallið í Hæstarétti þar
sem ágreiningur málsaðila laut að því hvort tilteknir fjármögnunar-
leigusamningar væru í eðli sínu láns- eða leigusamningar. Dómur
í fyrra málinu var kveðinn upp 20. október 2011 í máli nr. 282/2011
(Kraftvélar) en í hinu síðara var dómur kveðinn upp hinn 24. maí
2012 í máli nr. 652/2011 (Smákranar II), en rétt er að taka fram að höf-
undur þessarar greinar flutti síðarnefnda málið sem síðasta prófmál
til öflunar réttinda til málflutnings fyrir Hæstarétti. Í báðum mál-
unum var Hæstiréttur skipaður fimm hæstaréttardómurum.
Hrd. 282/2011 (Kraftvélar). Hinn 16. ágúst 2007 gerðu G og K með sér samn-
ing um fjármögnun á vinnuvél, svokallaðri búkollu. Í málinu greindi aðila
einkum á um hvort um væri að ræða lánssamning eða leigusamning. Meiri-
hluti Hæstaréttar (4 af 5 dómurum) taldi að þegar ákvæði sérstakra og al-
mennra skilmála samningsins væru virt í heild yrði að telja að samningur-
inn væri í eðli sínu lánssamningur. Á það var bent í forsendum meirihlut-
ans að ákvæði hinna sérstöku skilmála í samningi aðila væru ákaflega
ruglingsleg og óskýr. Þannig væri að finna í skilmálunum ýmis hugtök
sem vandséð væri hvaða hlutverki hefðu að gegna í leigusamningi, svo
sem „samningsfjárhæð“, „gengi á útborgunardegi“ o.fl. Þannig taldi Hæsti-
réttur ákvæði hinna sérstöku skilmála samrýmast því mun betur að samn-
ingurinn væri í raun um lán en ekki leigu á tiltekinni vél. Í umfjöllun
Hæstaréttar um hina almennu skilmála samningsins er tekið fram að þeir
hafi átt að gilda jafnt um kaupleigu- og fjármögnunarleigu nema annað
hafi verið tekið fram. Þá kemur fram að efni almennu skilmálanna væri
fyrst og fremst sniðið að kaupleigusamningum og samrýmdist því í mörg-
um atriðum illa að um fjármögnunarleigusamning gæti verið að ræða.
Þessu til stuðnings vísaði Hæstiréttur m.a. til þess að óumdeilt hafi verið
að K hafi haft frumkvæði að kaupum á vinnuvél þeirri sem samningurinn
varðaði og yrði ekki séð að G hafi komið að kaupunum að öðru leyti en því
að hann hafi verið skráður eigandi til tryggingar efndum samningsins. Þá
var á það bent að glöggt mætti ráða af skilmálunum að einstakar greiðslur
samkvæmt samningnum hafi borið vexti en slíkt samrýmdist ekki eðli
leigusamninga. Einnig var bent á að leigutaki bæri ábyrgð á öllu tjóni og
bilunum á hinu leigða og hafi skylda hans til greiðslu leigu ekki átt að falla
46 Í raun leiddi þetta til þess að þeir sem höfðu með höndum skattskyldan rekstur not-
færðu sér fjármögnunarleigu en þeir sem ekki höfðu skattskyldan rekstur með höndum
nýttu sér kaupleigu.
Í fyrri dómum Hæstaréttar þar sem fjármögnunarleigusamningar hafa komið við sögu
og kveðnir voru upp fyrir gildistöku vxl. var eðli samninganna ekki til umfjöllunar, sbr.
t.d. Hrd. 1996, bls. 1422 (mál nr. 150/1995) og Hrd. 1997, bls. 977 (mál nr. 224/1996).