Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 38
 Hvað sem framangreindu líður er ljóst að fleiri dómar þurfa að falla í Hæstarétti til að eyða þeirri réttaróvissu sem uppi er um slíka samninga. Hugsanlegt er að reka þurfi talsvert mörg dómsmál til þess að fá skýrar línur um raunverulegt eðli fjármögnunarleigu- samninga.53 4.2.1.3 Rekstrarleigusamningar Í lögum nr. 19/1989 um eignarleigu var rekstrarleiga skilgreind með neikvæðum hætti sem eignaleiga sem hvorki teldist til fjármögn- unarleigu né kaupleigu. Í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki er hugtakið skýrt með sama hætti og gert var í lögum nr. 19/1989.54 Hefðbundnir rekstrarleigusamningar fela í sér þríhliða samn- ingssamband, þ.e. milli leigutaka, eignaleigufyrirtækis og seljanda viðkomandi samningsandlags. Slíkir samningar eru ávallt tíma- bundnir og óuppsegjanlegir. Á meðan á samningstíma stendur veit- ir seljandi leigutaka ýmsa þjónustu sem leigutaka er óheimilt að kaupa af öðrum (viðgerðar-, viðhalds- og varahlutaþjónusta). Í lok samningstíma skilar leigutaki samningsandlaginu til seljanda. Sam- hliða undirritun rekstrarleigusamninga undirrita eignaleigufyrir- tæki og seljandi samning þar sem almennt er kveðið á um að í lok samningstíma skuldbindi seljandi sig til að kaupa samningsandlag- ið af viðkomandi eignaleigufyrirtæki.55 Ekki hefur komið til kasta Hæstaréttar mál þar sem reynt hefur á lögmæti gengisbindingar í rekstrarleigusamningi. Hins vegar hef- ur á þetta reynt bæði á vettvangi úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki 9. desember 2011 í máli nr. 58/2011 og í dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur 21. nóvember 2012 í máli nr. E-3680/2011.56 Niður- staða úrskurðarnefndarinnar og héraðsdóms var á sömu leið, að rekstrarleigusamningarnir, sem um var deilt, væru leigusamningar 53 Fátítt er, en þó ekki óþekkt, að einstaklingar hafi nýtt sér fjármögnunarleiguformið enda gátu þeir ekki nýtt sér það skattalega hagræði sem í því fólst. Í þeim tilvikum, sem einstaklingar gerðu slíka samninga við fjármálafyrirtæki vegna kaupa á bifreið til einka- nota, falla þeir undir ákvæði X. til bráðabirgða við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtrygg- ingu, sbr. 2. gr. laga nr. 151/2010. 54 Alþt. A-deild, þskj. 218 – 215. mál, bls. 1100. 55 Í almennum athugasemdum í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 19/1989 um eignar- leigusamninga kemur m.a. fram að rekstrarleigu svipi mest til „venjulegrar leigu“ en hér skilji þó á milli hinir sérstöku skilmálar sem tíðkast í þessum viðskiptum. Alþt. 1988-1989, A-deild, þskj. 2 – 2. mál, bls. 29 56 Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki starfar samkvæmt samkomulagi viðskiptaráðuneytisins, Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, Sambands íslenskra spari- sjóða og Neytendasamtakanna frá 8. júní 2000. Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. a í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 13. gr. laga nr. 75/2010, er fjármálafyrirtækjum skylt að eiga aðild að úrskurðarnefndinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.