Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 43
 greind í íslenskum krónum. Í öðru lagi að kaupverð samningsand- lags hafi verið tilgreint í íslenskum krónum. Í þriðja lagi að mán- aðarlegar afborganir hafi verið tilgreindar í íslenskum krónum. Í fjórða lagi að samningurinn sjálfur hafi kveðið á um það berum orð- um að íslensk fjárhæð hverrar afborgunar skyldi breytast eftir gengi á þeim erlendu myntum sem mið var tekið af. Í fimmta lagi að tekið er fram í yfirskrift samninganna að þeir séu gengistryggðir. Í kjölfar dómanna vöknuðu fjölmörg álitaefni um fordæmisgildi málanna og sitt sýndist hverjum í því efni. Af hálfu fjármálafyrir- tækjanna var t.a.m. á það bent að þeir samningar, sem um hafi verið deilt í málunum, hafi verið til skamms tíma, annars vegar sjö ára og hins vegar fjögurra ára, og því óvíst að sama niðurstaða yrði um lán til lengri tíma. Þá var einnig á það bent að aðilar málanna hafi í báð- um tilvikum verið einstaklingar en ekki lögaðilar og því óvíst hvort dómarnir hefðu fordæmisgildi hvað lögaðila varðar. Þeir sem voru á öndverðum meiði bentu hins vegar á að ekkert í dómunum gæfi til kynna að niðurstaðan kynni að hafa orðið önnur þó að um lang- tímalán hefði verið að ræða eða að lögaðili hefði átt í hlut. Dómarn- ir hefðu því víðtækt fordæmisgildi og tækju til allra tegunda lána óháð því hverjir væru aðilar að samningi. Þá fór enn fremur fram mikil umræða á opinberum vettvangi um það álitaefni hvort og þá hvaða þýðingu þessi niðurstaða hefði varðandi vaxtakjör samninga er innihéldu ólögmæt gengistryggingarákvæði. Þá liggur fyrir að opinberir eftirlitsaðilar á fjármálamarkaði höfðu áhyggjur af áhrifum dómanna á stöðugleika íslenska fjár- málakerfisins. Það ber skýran vott um það viðkvæma ástand sem skapaðist í kjölfar dóma Hæstaréttar í málum nr. 92/2010 og 153/2010 að þann 30. júní 2010 sáu Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands sig knúin til að gefa frá sér sameiginleg tilmæli vegna óskuldbind- andi gengistryggingarákvæða.63 Í tilmælunum, sem ekki eru laga- lega bindandi, kemur m.a. fram að á meðan ekki hafi verið skorið úr um umfang og lánakjör þeirra samninga, sem dómarnir ná yfir, sé sérstaklega mikilvægt að afla áreiðanlegra upplýsinga, skapa festu í viðskiptum á fjármálamarkaði og stuðla að virku og öruggu fjár- málakerfi. Í því ljósi var þeim tilmælum m.a. beint til fjármálafyrir- 63 Í svarbréfi Seðlabanka Íslands til umboðsmanns Alþingis, dags. 23. júlí 2010, í tilefni af kvörtun sem embættinu barst vegna tilmælanna, kemur m.a. fram það álit Seðlabankans að með tilmælunum hafi verið lögð til leið út úr miklum hremmingum sem gætu mögulega teflt fjármálastöðugleika þjóðarinnar í mikla tvísýnu. Bréfið er aðgengilegt á vefslóðinni http://www.sedlabanki.is. Í svarbréfi Fjármálaeftirlitsins til umboðsmanns Alþingis, dags. 23. júlí 2010, kemur m.a. fram að ljóst hafi verið að hættuástand hafði skapast á íslenskum fjármálamarkaði sem til þess var fallið að tefla fjármálastöðugleika í tvísýnu. Fall eins fjár- málafyrirtækis gæti haft keðjuverkandi áhrif og leitt til hruns fjármálamarkaðarins eða ein- stakra hluta hans. Afleiðingarnar gætu því verið alvarlegar fyrir hagkerfið í heild sinni. Bréfið er aðgengilegt á vefslóðinni http://www.fme.is.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.