Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 47
 skatt nr. 90/2003.71 Þá segir ennfremur í lokamálslið ákvæðisins að það taki jafnframt til lánssamninga og eignaleigusamninga sem ein- staklingar hafa gert við fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 161/2002, vegna kaupa á bifreið til einkanota. Á grundvelli laga nr. 151/2010 var meginþorri gengistryggðra húsnæðislána, sem greidd voru til neytenda í íslenskum krónum, endurreiknuð í samræmi við fyrirmæli 18. gr. vxl., sbr. 1. gr. laga nr. 151/2010. Líkt og nánar verður fjallað um í næsta kafla kom síðar í ljós að sú afturvirka uppgjörsaðferð, sem lögin mæla fyrir um, stóðst ekki gagnvart eignaréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar. 4.3.1.4 Dómur Hæstaréttar 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011 Í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 151/2010 kemur fram að í ljósi dóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 og 16. sept- ember sama ár, sem staðfestu ólögmæti gengistryggðra lánssamn- inga og mæltu fyrir um vexti af þeim, sé ljóst að verði frumvarpið að lögum hrófli það lítt við stærstum hluta þeirra samninga sem falla undir gildissvið þess. Frumvarpið feli þannig í raun ekki í sér afturvirkni. Þann 15. febrúar 2012 féll í Hæstarétti dómur í máli nr. 600/2011 (Vaxtadómur II) þar sem niðurstaðan varð sú að ákvæði laga nr. 151/2010 um ákvörðun vaxta aftur í tímann stæðust ekki gagnvart eignaréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Niðurstaða meirihluta Hæstaréttar varð sú að fjármálafyrirtækið ætti ekki kröfu á skuldara vegna vangreiddra vaxta af skuldabréfinu, sem um var deilt, með vísan til þeirrar undantekningarreglu kröfuréttar að fullnaðarkvittun geti að vissum skilyrðum uppfylltum valdið því að kröfuhafi glati frekari kröfu. Ekki er ætlunin í þessari grein að fjalla um dóminn með tilliti til þessa heldur eingöngu að beina sjónum að umfjöllun Hæstaréttar um stjórnskipulegt gildi laga nr. 151/2010. Þrátt fyrir að Hæstiréttur, sem var skipaður sjö hæstaréttardóm- urum, hafi klofnað í afstöðu sinni til þess hvort undantekningarreglan um gildi fullnaðarkvittana ætti við í málinu, voru allir dómendur sammála um að með almennum lögum væri ekki unnt að breyta með 71 Af tilvísun X. ákvæðis til bráðabirgða við lög nr. 38/2001 til ákvæðis B-liðar 68. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 (tsl.) má ráða að þær skuldbindingar, sem falla undir lög nr. 151/2010, eru húsnæðislán sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhús- næði til eigin nota, þar með talin kaup á búseturétti samkvæmt lögum nr. 66/2003 og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum, enda geri viðkomandi grein fyrir lánum og vaxtagjöldum af þeim í sérstakri greinargerð með skattframtali samkvæmt 1. mgr. 90. gr. laganna í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Þá er gert að skilyrði að skuldbinding uppfylli sannanlega það skilyrði 2. mgr. B-liðar 68. gr. tsl. að vaxtagjöld skuldbindingarinnar geti myndað rétt til vaxtabóta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.