Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 50
8 að þar skipti mestu það efni hans að lánsfjárhæð var ákveðin í íslenskum krónum og hana bar að endurgreiða í sama gjaldmiðli. Þá kemur fram að lánið hafi verið bundið sölugengi Seðlabanka Íslands á tilteknum erlendum gjaldmiðlum sem bendi ótvírætt til að það sé í íslenskum krónum enda eng- in þörf á að kveða á um gengistryggingu ef lán sé í raun í erlendri mynt. Tekið er fram í forsendum dómsins að slík verðtrygging skuldbindinga í íslenskum krónum sé ólögmæt samkvæmt ákvæðum laga nr. 38/2001. Að þessu virtu skipti hvorki máli þótt staðhæfing um erlent lán komi fram í fyrirsögn lánssamnings né yfirlýsing sóknaraðila um að skulda í erlendum gjaldmiðlum „jafnvirði“ tiltekinnar fjárhæðar í íslenskum krónum. Sama niðurstaða varð í máli nr. 604/2010 þar sem sömu rökum var beitt að breyttu breytanda. Framangreindir dómar eru þýðingar- mikil fordæmi við skýringu á gildissviði VI. kafla vxl. Líkt og ráða má af reifuninni hér að framan er ljóst að mestu máli skipti um þá niðurstöðu að lánið væri í íslenskum krónum, að lánsfjárhæðin var ákveðin í þeirri mynt og hana bar að endurgreiða í sama gjaldmiðli. Engu breytti varðandi niðurstöðuna þó að fyrir lægi að við út- greiðslu lánanna hefðu lántakar fengið sendar svonefndar kaupnót- ur þar sem tekið var fram að lánin væru veitt í erlendri mynt sem seld hefði verið sama dag fyrir íslenskar krónur. Með framangreindum dómum var annars vegar úr því skorið að lán til húsnæðiskaupa falla undir VI. kafla vxl. og hins vegar að ákvæði kaflans eiga jöfnum höndum við um lán til lögaðila og ein- staklinga, sbr. mál nr. 603/2010. Þá felst í felst í dómunum að svo- nefnd „jafnvirðislán“, þ.e.a.s. þegar lánsfjárhæð er tiltekin sem ákveðin fjárhæð í íslenskum krónum en tekið fram að hún sé að jafnvirði nánar tilgreindrar erlendrar myntar eða mynta, geti, að öðrum skilyrðum uppfylltum, fallið undir gildissvið VI. kafla vxl. 4.3.2.2 Dómar Hæstaréttar 8. mars 2011 í málum nr. 30/2011 og 31/2011 Þann 8. mars 2011 féllu í Hæstarétti tveir dómar sem festa enn frek- ar í sessi þau grundvallarsjónarmið og leiðbeiningarreglur sem rétt- urinn hafði gefið í fyrri dómum sínum varðandi lán til lögaðila og hin svonefndu „jafnvirðislán“. Um er að ræða samkynja mál annars vegar nr. 30/2011 (GSP Ráðgjöf) og hins vegar nr. 31/2011 (Rósa o.fl.) þar sem í báðum tilvikum var um það að ræða að fjármálafyrirtæk- ið NBI stefndi lántökum og krafði þá um greiðslu gjaldfallinna eft- irstöðva lánasamninga þeirra í millum. Í báðum málunum varð útivist af hálfu lántaka í héraði og málið tekið til dóms í samræmi við 1. mgr. 96. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Lántakar í dómsmálunum voru einkahlutafélög og lánssamn- ingarnir sambærilegir að því leyti að höfuðstóll lánanna var til-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.