Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 57
 Hrd. 332/2012 (Asknes). Málavextir eru þeir að haustið 2007 gerðu einka- hlutafélag og bankinn G með sér samning um lán til þess fyrrnefnda með heitinu „Lánssamningur (lán í erlendum gjaldmiðlum)“. Í 1. gr. samnings- ins, þar sem kveðið er á um fjárhæð lánsins og lánstíma, kemur fram að um sé að ræða lánssamning til tveggja ára „að fjárhæð jafnvirði ISK 60.000.000 – sextíu milljónir 00/000 íslenskra króna – í íslenskum krónum og/eða er- lendum myntum með þeim skilmálum sem greinir í samningi þessum“. Óumdeilt var í málinu að lánsfjárhæðin var greidd út í evrum og að út- reikningur lánsins miðaðist við gengi evru gagnvart krónu á útborgunar- degi lánsins og til grundvallar útreikningum vaxta af láninu lágu ákvæði samnings um lán í evrum. Niðurstaða héraðsdóms var sú að um lán í ís- lenskum krónum væri að ræða. Þar sem bankinn byggði málatilbúnað sinn í málinu eingöngu á því að um erlent lán væri að tefla taldi héraðsdómur rétt að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi sökum vanreifunar. Hæstiréttur komst hins vegar að gagnstæðri niðurstöðu og taldi að umrætt lán væri í erlendum myntum með vísan til þess að í útborgunarbeiðni var farið fram á að lánið yrði greitt í evrum og andvirði lánsins lagt inn á gjaldeyris- reikning í eigu lántaka sem og varð raunin. Þá var vísað til þess að á skjali sem bar yfirskriftina „Kaupnóta lánssamnings“ kæmi fram að tiltekinn fjöldi evra væri heildarlánsfjárhæð að meðtöldu lántökugjaldi en sama fjárhæð kæmi fram í skjali með yfirskriftinni „Gjaldeyrispöntun“. Að þessu virtu lagði Hæstiréttur til grundvallar að tekið hefði verið gilt lán í erlendri mynt. 4.3.2.7 Dómur Hæstaréttar 15. júní 2012 í máli nr. 3/2012 Lánssamningurinn, sem um var deilt í dómi Hæstaréttar 15. júní 2012 í máli nr. 3/2012 (Háttur), var í ýmsum atriðum sambærilegur þeim sem um var deilt í máli nr. 155/2011 (Motormax) en eigi að síður var komist að gagnstæðri niðurstöðu. Dómurinn er enn eitt dæmið um það hversu flókið það viðfangsefni getur reynst að ákvarða í hvaða mynt tiltekin lánsskuldbinding telst vera enda klofnaði Hæstiréttur, sem skipaður var sjö dómurum, í afstöðu sinni til álitaefnisins. Meirihluti Hæstaréttar (fjórir dómarar) taldi að um væri að ræða lán í erlendum gjaldmiðlum en minnihluti réttarins (þrír dómarar) taldi að samningurinn væri um lánsfé í íslenskum krónum. Hrd. 3/2012 (Háttur). Í aprílmánuði 2007 gerðu einkahlutafélagið H og bankinn K með sér lánssamning þar sem sá síðarnefndi lánaði þeim fyrr- nefnda fjármuni til greiðslu kaupverðs fasteignar í Reykjavík. Á forsíðu samningsins var tilgreint að hann væri „lánssamningur í erlendum mynt- um“ svo og heiti samningsaðila. Samkvæmt grein 2.1. í samningnum tók einkahlutafélagið að láni „jafnvirði íslenskar krónur 402.200.000 [...] í eftir- farandi myntum: CHF 70% JPY 30%.“ Í greinum 2.2. og 2.3. í samningnum kom fram að lánið skyldi að uppfylltum tilteknum skilyrðum koma til út- borgunar inn á tvo tilgreinda gjaldeyrisreikninga H við bankann, annan fyrir svissneska franka og hinn japönsk jen. Í dómi Hæstaréttar kemur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.