Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 58

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 58
 fram að samkvæmt gögnum málsins hafi lánið að frádregnum kostnaði verið greitt inn á nefnda gjaldeyrisreikninga, annars vegar tiltekinn fjöldi svissneskra franka og hins vegar tiltekinn fjöldi japanskra jena. Sama dag var nánast sami fjöldi svissneskra franka og japanskra jena tekinn út af gjaldeyrisreikningunum og 400.000.000 ísl. kr. ráðstafað, með milligöngu bankans, inn á bankareikning seljanda fasteignarinnar sem um ræddi. Greiðsla afborgana og vaxta af láninu fór þannig fram að gjaldeyrisreikn- ingarnir voru skuldfærðir hverju sinni allt þar til í nóvember 2008 þegar höft voru lögð á gjaldeyrisviðskipti. Bankinn gjaldfelldi lánssamninginn snemma árs 2010 og höfðaði í kjölfarið mál til innheimtu eftirstöðva hans. Niðurstaða héraðsdóms var sú að lántakan hefði í reynd verið í íslenskum krónum. Þar sem málið var af hálfu bankans ekki reifað með tilliti til þessa var málinu vísað frá dómi samkvæmt kröfu. Meirihluti Hæstaréttar komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að líta yrði svo á að um væri að ræða lán í erlendum gjaldmiðlum. Í forsendum meirihlutans er þessu til stuðnings vísað til þess að á forsíðu samningsins sé hann nefndur „Lánssamningur í erlendum myntum“. Þá er á það bent að gagnstætt því sem var í máli nr. 155/2011 hafi samningsaðilarnir báðir efnt samningsskyldur sínar með því að fjárhæðir í erlendum gjaldmiðlum skiptu um hendur. Auk þess er vísað til þess að myntbreytingarákvæði samningsins sé með öðrum hætti en í máli nr. 155/2011. Minnihluti Hæstaréttar komst að gagnstæðri niðurstöðu og taldi að um væri að ræða lánssamning í íslenskum krónum sem bund- inn væri gengi erlendra gjaldmiðla. Í forsendum minnihlutans er þessu til stuðnings vísað til þess að lánsfjárhæðin sé einungis tilgreind í íslenskum krónum sem feli í sér að um sé að ræða „lánsfjárhæð í íslenskum krónum“. Bent er á að þetta sé í samræmi við þær upplýsingar, sem fyrir liggja í mál- inu, um aðdraganda að gerð lánssamningsins sem var að greiða hluta kaupverðs fasteignar í Reykjavík en kaupverðið mun hafa verið ákveðið í íslenskum krónum. Bent er á að lánanefndir K hafi samþykkt að veita lán til kaupanna sem næmi „allt að ISK 400 mkr.“ sem var um 75% af kaup- verðinu. Lánsfjárhæðin var síðar hækkuð um rúmar 2.000.000 kr. til þess að H fengi, að frádregnum ýmsum kostnaði hans við lántökuna, greiddar 400.000.000 kr. frá K. Þá er vísað til þess að beiðni H um útborgun lánsins samkvæmt lánssamningnum miðaði við „jafnvirði íslenskar krónur 402.200.000 í CHF og JPY“. Af niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar má ráða að þeir þættir er skiptu mestu máli um þá niðurstöðu, að lánið taldist vera í erlend- um myntum, voru heiti lánssamningsins, tilgreining lánsfjárhæðar og vaxta í samningnum, að lánið var greitt út í erlendum myntum og að endurgreiðslur fóru fram í erlendum myntum. Minnihluti Hæstaréttar taldi hins vegar, með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 155/2011, að um væri að ræða samning um lánsfé í íslenskum krón- um sem bundið væri við gengi erlendra gjaldmiðla. Tekið er sér- staklega fram í forsendum minnihlutans að þau ákvæði skilmála lánsins, sem rakin eru í atkvæði meirihlutans sem og atriði er lúta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.