Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 66

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 66
 mismunandi afstaða dómara til vægis annarra atriða svo sem áhrifa meginreglunnar um samningsfrelsi á túlkun viðkomandi löggern- ings, þýðingu hugtakanotkunar í samningi og/eða fylgiskjölum, vægi gagna sem útbúin voru af hálfu lánveitanda í tilefni af við- komandi lánveitingu sem og þýðingu huglægrar afstöðu samnings- aðila í aðdraganda samningsgerðar við túlkunina. Skýrt dæmi um þetta eru niðurstöður Hæstaréttar annars vegar í máli nr. 155/2011 (Motormax) og hins vegar í máli nr. 3/2012 (Háttur), sem reifaðir eru í köflum 4.3.2.3 og 4.3.2.7 hér að framan. Í því skyni að draga saman það sem rakið hefur verið hér að framan má, með töluverðri einföldun, segja að af dómaframkvæmd Hæstaréttar megi ráða að þegar tilgreining lánsfjárhæðar í viðkom- andi skuldbindingu er nægilega skýr þá ráði hún úrslitum um eðli skuldbindingarinnar. Ef tilgreiningin er hins vegar óskýr telst hún ekki nægileg til þess að skera úr um í hvaða mynt eða myntum skuldbinding telst vera og því þurfi að gæta að öðrum atriðum einkum því hvernig skyldur samningsaðila voru efndar. Í næsta kafla verður gerð tilraun til þess að skýra nánar þær leiðbeiningar- og viðmiðunarreglur sem höfundur telur að ráða megi af dóma- framkvæmd Hæstaréttar. 5. LEIÐBEININGAR- OG VIÐMIÐUNARREGLUR SEM RÁÐA MÁ AF DÓMAFRAMKVÆMD HÆSTARÉTTAR UM ÞAÐ HVORT LÁN TELST VERA Í ÍSLENSKUM KRÓNUM EÐA ERLENDRI MYNT/MYNTUM 5.1 Tilgreining lánsfjárhæðar og framkvæmd samnings Eins og áður hefur verið vikið að í þessari grein er hvorki í ákvæð- um vxl. né í lögskýringargögnum að finna ótvíræðar vísbendingar um til hvaða atriða beri helst að líta þegar vafi leikur á um hvort lánsskuldbinding sé í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar má þó ráða ákveðnar leiðbeiningar- og viðmiðunarreglur sem hafa þýðingu við mat á því í hvorn framangreindra flokka lán eigi að falla. Það atriði sem þyngst vegur við mat á eðli lánsskuldbindingar er með hvaða hætti lánsfjárhæð er tilgreind í viðkomandi samningi. Þannig þarf ávallt að rannsaka orðalag í samningi um viðkomandi skuldbindingu. Ef eina tilgreining lánsfjárhæðar í lánssamningi er í íslenskum krónum án tengingar við erlendar myntir getur engum vafa verið háð að skuldbindingin er í þeim gjaldmiðli, sbr. mál nr.  Hæstiréttur hefur einnig í einhverjum tilvikum haft til hliðsjónar tilgreiningu lánsfjár- hæðar í fylgiskjölum samnings, t.a.m. greiðsluáætlun, lánsbeiðni og skilmálabreytingum, sbr. mál nr. 552/2011 og 524/2011.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.