Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 66
mismunandi afstaða dómara til vægis annarra atriða svo sem áhrifa
meginreglunnar um samningsfrelsi á túlkun viðkomandi löggern-
ings, þýðingu hugtakanotkunar í samningi og/eða fylgiskjölum,
vægi gagna sem útbúin voru af hálfu lánveitanda í tilefni af við-
komandi lánveitingu sem og þýðingu huglægrar afstöðu samnings-
aðila í aðdraganda samningsgerðar við túlkunina. Skýrt dæmi um
þetta eru niðurstöður Hæstaréttar annars vegar í máli nr. 155/2011
(Motormax) og hins vegar í máli nr. 3/2012 (Háttur), sem reifaðir eru
í köflum 4.3.2.3 og 4.3.2.7 hér að framan.
Í því skyni að draga saman það sem rakið hefur verið hér að
framan má, með töluverðri einföldun, segja að af dómaframkvæmd
Hæstaréttar megi ráða að þegar tilgreining lánsfjárhæðar í viðkom-
andi skuldbindingu er nægilega skýr þá ráði hún úrslitum um eðli
skuldbindingarinnar. Ef tilgreiningin er hins vegar óskýr telst hún
ekki nægileg til þess að skera úr um í hvaða mynt eða myntum
skuldbinding telst vera og því þurfi að gæta að öðrum atriðum
einkum því hvernig skyldur samningsaðila voru efndar. Í næsta
kafla verður gerð tilraun til þess að skýra nánar þær leiðbeiningar-
og viðmiðunarreglur sem höfundur telur að ráða megi af dóma-
framkvæmd Hæstaréttar.
5. LEIÐBEININGAR- OG VIÐMIÐUNARREGLUR SEM RÁÐA
MÁ AF DÓMAFRAMKVÆMD HÆSTARÉTTAR UM ÞAÐ
HVORT LÁN TELST VERA Í ÍSLENSKUM KRÓNUM EÐA
ERLENDRI MYNT/MYNTUM
5.1 Tilgreining lánsfjárhæðar og framkvæmd samnings
Eins og áður hefur verið vikið að í þessari grein er hvorki í ákvæð-
um vxl. né í lögskýringargögnum að finna ótvíræðar vísbendingar
um til hvaða atriða beri helst að líta þegar vafi leikur á um hvort
lánsskuldbinding sé í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Af
dómaframkvæmd Hæstaréttar má þó ráða ákveðnar leiðbeiningar-
og viðmiðunarreglur sem hafa þýðingu við mat á því í hvorn
framangreindra flokka lán eigi að falla.
Það atriði sem þyngst vegur við mat á eðli lánsskuldbindingar
er með hvaða hætti lánsfjárhæð er tilgreind í viðkomandi samningi.
Þannig þarf ávallt að rannsaka orðalag í samningi um viðkomandi
skuldbindingu. Ef eina tilgreining lánsfjárhæðar í lánssamningi er
í íslenskum krónum án tengingar við erlendar myntir getur engum
vafa verið háð að skuldbindingin er í þeim gjaldmiðli, sbr. mál nr.
Hæstiréttur hefur einnig í einhverjum tilvikum haft til hliðsjónar tilgreiningu lánsfjár-
hæðar í fylgiskjölum samnings, t.a.m. greiðsluáætlun, lánsbeiðni og skilmálabreytingum,
sbr. mál nr. 552/2011 og 524/2011.