Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 78

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 78
 1. INNGANGUR Heilbrigðisréttur (e. health law, d. sundhedsret, n. helserett) fæst við þau lögfræðilegu viðfangsefni sem tengjast heilsu og heilbrigðis- þjónustu og telst meðal yngstu undirgreina lögfræðinnar. Viðfangs- efni heilbrigðisréttar skera í raun þvert á hefðbundið flokkunarkerfi lögfræðinnar í svið opinbers réttar og einkaréttar og ýmsar und- irgreinar þeirra sviða.1 Þetta er í sjálfu sér ekki einstakt fyrir heil- brigðisrétt og er hann að þessu leyti sambærilegur við margar aðrar undirgreinar lögfræðinnar, einkum hinar yngri, s.s. umhverfisrétt, upplýsingatæknirétt og sjálfan Evrópuréttinn sem sker þvert á greinimerki þjóðaréttar og landsréttar annars vegar og opinbers réttar og einkaréttar hins vegar. Þessi grein er sú fyrri af tveimur sem fjalla um íslenskan heil- brigðisrétt. Að baki þeim liggur ákveðin grunnrannsókn sem hafði það að markmiði að fjalla í fyrsta sinn um heilbrigðisrétt sem sjálf- stætt réttarsvið að íslenskum rétti. Í þessari fyrri grein verður byrjað á því að fjalla um þá spurningu hvað þurfi til svo að nýtt réttarsvið teljist hafa stofnast. Síðan verður gefið yfirlit yfir það hvernig heil- brigðisréttur hefur þróast sem sérstakt viðfangsefni lögfræðinnar og gefið yfirlit yfir þau málefni sem almennt eru talin heyra til hans. Þá verður þróun heilbrigðisréttar á Norðurlöndunum gerð nánari skil, bæði sem sérstöku viðfangsefni lögfræðinnar og sem kennslu- grein í háskólum. Loks verður fjallað um það hvort norrænir fræði- menn líta svo á að heilbrigðisréttur hafi stöðu sjálfstæðs réttarsviðs og í framhaldi af því verður tekin afstaða til ákveðins ágreinings sem virðist (enn) vera uppi um það. Í síðari greininni verður síðan fjallað nánar um þróun íslensks heilbrigðisréttar, þau réttarsam- bönd og verndarhagsmuni sem liggja þar til grundvallar og helstu lykilhugtök og meginreglur réttarsviðsins. 2. HVAÐ ÞARF TIL AÐ SJÁLFSTÆTT RÉTTARSVIÐ TELJIST HAFA STOFNAST? Augljóst er að til að hægt sé að segja að réttarsvið hafi orðið til þarf að vera fyrir hendi safn réttarheimilda um ákveðin viðfangsefni sem eiga skýra efnislega samstöðu. Þetta atriði er sannarlega nauð- synleg forsenda þess að hægt sé að tala um sjálfstætt réttarsvið, en umdeilt er hvort það er nægileg forsenda, eða hvort fleira þarf til að koma. Í bandarískum rétti hefur umfjöllun um ný réttarsvið stund- um hverfst um dæmið um „hestarétt“. Vissulega séu ýmsar réttar- reglur og ýmis úrlausnarefni fyrir dómstólum sem tengist hestum, 1 Sjá t.d. þá mynd af fræðikerfi lögfræðinnar sem dregin er upp í Ármann Snævarr: Al- menn lögfræði. Bókaútgáfa Orators, Reykjavík 1989, bls. 143.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.