Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 83

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Síða 83
8 inni endurskilgreiningu hennar sem „lögfræði heilbrigðisþjónustu“ (e. health care law), en með þeirri skilgreiningu er lögð aukin áhersla á fleiri stéttir heilbrigðisþjónustu en lækna, réttindi sjúklinga, lýð- heilsumálefni og sóttvarnir, sem og stjórnkerfi og fjármögnun heil- brigðisþjónustu.19 Hugtakið heilbrigðisréttur (e. health law) felur aftur á móti í sér hina nýjustu og víðtækustu skilgreiningu réttar- sviðsins. Samkvæmt Hervey og McHale nær hugtakið til sömu við- fangsefna og hin fyrrgreindu hugtök, en bætir við nýjum sjónar- hornum og viðfangsefnum. Á meðan bæði „lögfræði læknavísinda“ og „lögfræði heilbrigðisþjónustu“ hafi skipulagt heilbrigðiskerfi og faglegt samband sjúklinga og veitenda heilbrigðisþjónustu í brenni- punkti, nái hugtakið heilbrigðisréttur ekki bara yfir þær nálganir heldur einnig yfir þá þróun sem orðið hefur að sjúklingurinn er í síauknum mæli að breytast í neytanda vöru og þjónustu á heilbrigð- issviði sem hefur það m.a. í för með sér að það er ekki sjálfgefið að hið opinbera heilbrigðiskerfi eða fagstéttirnar gegni ávallt hlutverki virks „hliðvarðar“.20 Er hér vísað t.d. til ólyfseðilsskyldra lyfja, lækningatækja og jafnvel erfðafræðilegra prófa sem fólk hefur óheftan aðgang að á einkamarkaði; til upplýsingaflæðis um heilsu- tengd málefni á internetinu; til þess sem kalla má „netlækningar“ (e. telemedicine, e-health) þar sem boðið er upp á ráðgjöf í gegnum netið, til aukningar á inngripum, svo sem lýtalæknisaðgerðum, sem ekki stjórnast af læknisfræðilegri nauðsyn og heilbrigðisþjónustu sem fólk sækir sér yfir landamæri.21 Hervey og McHale leggja áherslu á þessa „markaðsvæðingu“ heilbrigðisþjónustu sem mik- ilvægan efnisþátt réttarsviðsins sem kalli á nokkuð aðrar nálganir en áður. Þær velja hugtakið heilbrigðisrétt umfram önnur hugtök til að leggja áherslu á þessa útvíkkun viðfangsefna.22 Því til viðbótar má bæta að svið heilbrigðisréttar nær einnig yfir það sem stundum er kallað „lögfræði líflæknisfræða“ (e. biomedical law) þar sem ný þekking á sviði lífvísinda og líftækni (þ.e. samþættingar hefðbund- inna læknavísinda við líffræði, verkfræði og upplýsingatækni) kall- ar á viðbrögð réttarkerfisins og aukna reglubindingu eins og áður var rakið. Meðal hinna sérstöku líflæknisfræðilegu viðfangsefna má 19 Tamara K. Hervey og Jean V. McHale: Health Law and the European Union, bls. 17, en þær vísa einnig til Jonathan Montgomery: Health Care Law. Oxford University Press, Oxford 2002, bls. 4. 20 Tamara K. Hervey og Jean V. McHale: Health Law and the European Union, bls. 17-18. 21 Tamara K. Hervey og Jean V. McHale: Health Law and the European Union, bls. 18-19. Varðandi ferðatengda heilbrigðisþjónustu og neytenda- og markaðsvæðingu sviðs heil- brigðisþjónustu mun tilskipun Evrópusambandsins um réttindi sjúklinga þegar heilbrigðis- þjónusta er veitt yfir landamæri væntanlega hafa veruleg áhrif innan Evrópu, sjá Directive 2011/24/EC on the application of patients‘ rights in cross-border healthcare (2011) OJ L88/45. 22 Tamara K. Hervey og Jean V. McHale: Health Law and the European Union, bls. 18-19.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.