Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Side 85
8
gegnum skattkerfið. Vegna þróunar í átt til aukins einkarekstrar
kann fjármögnun heilbrigðisþjónustu þó að fá aukna athygli í fram-
tíðinni. Gildir það hvort sem horft er til opinberrar fjármögnunar á
einkarekinni þjónustu eða til hreinnar einkaréttarlegrar fjármögn-
unar. Þegar litið er til hins víðara evrópska samhengis má aftur á
móti segja að í megindráttum séu tvennskonar kerfi til, annars veg-
ar það sem byggir á opinberri fjármögnun í gegnum skattkerfið, en
hins vegar kerfi sem byggir á tryggingum.28 Það gæti verið meðal
þess sem hefur valdið því að ýmsir höfundar innan heilbrigðisréttar
telja að umfjöllun um fjármögnun heilbrigðisþjónustu heyri einnig
til réttarsviðsins. Sjef Grevers vísar t.d. til þess að evrópskur heil-
brigðisréttur fáist við þær réttarreglur er varði „skipulag, fjármögn-
un og veitingu heilbrigðisþjónustu“29 og sambærilega skilgreiningu
má finna hjá Martin Buijsen.30
4. ÞRÓUN HEILBRIGÐISRÉTTAR Á NORÐURLÖNDUM
4.1 Danmörk
Segja má að þróun núgildandi danskrar heilbrigðislöggjafar hafi
hafist fyrir alvöru undir lok níunda áratugar síðustu aldar og tekið
kipp á tíunda áratugnum.31 Samhliða því jókst meðvitund um rétt-
indi sjúklinga verulega.32 Réttarþróunin átti sér stað í nokkrum
þrepum en meðal þeirra mikilvægari voru setning laga um rann-
sóknir á sviði líflæknisfræði árið 1992,33 laga um tæknifrjóvgun árið
199734 og fyrstu laga um réttindi sjúklinga árið 1998.35 Árið 2005
voru síðan sett heildarlög á sviði heilbrigðisréttar, en þau komu í
stað 15 mismunandi eldri laga og hafa nú verið endurútgefin með
28 Sjá t.d. umfjöllun hjá Tamara K. Hervey og Jean V. HcHale: Health Law and the European
Union, bls. 21-22.
29 Sjef Grevers: „Health Law in Europe: From the Present to the Future“, bls. 262.
30 Martin Buijsen: „The Concept of Health Law“, bls. 5.
31 Mette Hartlev: „Respekt og beskyttelse i sundhedsretten”, bls. 503-507. Sjá einnig Met-
te Hartlev: „Mellem principper og pragmatisme – Om regulering af bioteknologi i Dan-
mark”. Í ritinu Ulf Görman, Carl-Gustaf Andrén og Göran Hermerén (ritstj.), Att forma vår
framtid – Bioteknikens möjligheter och problem, Nordic Academic Press, Lundi 2007, bls. 165-
178, á bls.168.
32 Mette Hartlev: „Respekt og beskyttelse i sundhedsretten”, bls. 503.
33 Lov nr. 503, 24.06.1992, om et videnskabsetisk komitésystem og behandling af biome-
dicinske forskningsprojekter. Núgildandi lög eru Lov nr. 593, 14.06.2011, om et videnskab-
setisk komitésystem og behandling af biomedicinske forskningsprojekter, með síðari brey-
tingum.
34 Lov nr. 460, 10.06.1997, om kunstig befrugtning i forbindelse med lægelig behandling,
diagnostik og forskning m.v. Þessi lög voru endurútgefin með síðari breytingum í Bekendt-
gørelse nr. 923, 04.09.2006, af lov om kunstig befrugtning i forbindelse med lægelig be-
handling, diagnostik og forskning m.v. Þeim hefur síðan verið breytt, síðast með lögum nr.
602, 18.06.2012.
35 Lov nr. 482, 10.07.1998 om patienters retsstilling.