Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 85

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Page 85
8 gegnum skattkerfið. Vegna þróunar í átt til aukins einkarekstrar kann fjármögnun heilbrigðisþjónustu þó að fá aukna athygli í fram- tíðinni. Gildir það hvort sem horft er til opinberrar fjármögnunar á einkarekinni þjónustu eða til hreinnar einkaréttarlegrar fjármögn- unar. Þegar litið er til hins víðara evrópska samhengis má aftur á móti segja að í megindráttum séu tvennskonar kerfi til, annars veg- ar það sem byggir á opinberri fjármögnun í gegnum skattkerfið, en hins vegar kerfi sem byggir á tryggingum.28 Það gæti verið meðal þess sem hefur valdið því að ýmsir höfundar innan heilbrigðisréttar telja að umfjöllun um fjármögnun heilbrigðisþjónustu heyri einnig til réttarsviðsins. Sjef Grevers vísar t.d. til þess að evrópskur heil- brigðisréttur fáist við þær réttarreglur er varði „skipulag, fjármögn- un og veitingu heilbrigðisþjónustu“29 og sambærilega skilgreiningu má finna hjá Martin Buijsen.30 4. ÞRÓUN HEILBRIGÐISRÉTTAR Á NORÐURLÖNDUM 4.1 Danmörk Segja má að þróun núgildandi danskrar heilbrigðislöggjafar hafi hafist fyrir alvöru undir lok níunda áratugar síðustu aldar og tekið kipp á tíunda áratugnum.31 Samhliða því jókst meðvitund um rétt- indi sjúklinga verulega.32 Réttarþróunin átti sér stað í nokkrum þrepum en meðal þeirra mikilvægari voru setning laga um rann- sóknir á sviði líflæknisfræði árið 1992,33 laga um tæknifrjóvgun árið 199734 og fyrstu laga um réttindi sjúklinga árið 1998.35 Árið 2005 voru síðan sett heildarlög á sviði heilbrigðisréttar, en þau komu í stað 15 mismunandi eldri laga og hafa nú verið endurútgefin með 28 Sjá t.d. umfjöllun hjá Tamara K. Hervey og Jean V. HcHale: Health Law and the European Union, bls. 21-22. 29 Sjef Grevers: „Health Law in Europe: From the Present to the Future“, bls. 262. 30 Martin Buijsen: „The Concept of Health Law“, bls. 5. 31 Mette Hartlev: „Respekt og beskyttelse i sundhedsretten”, bls. 503-507. Sjá einnig Met- te Hartlev: „Mellem principper og pragmatisme – Om regulering af bioteknologi i Dan- mark”. Í ritinu Ulf Görman, Carl-Gustaf Andrén og Göran Hermerén (ritstj.), Att forma vår framtid – Bioteknikens möjligheter och problem, Nordic Academic Press, Lundi 2007, bls. 165- 178, á bls.168. 32 Mette Hartlev: „Respekt og beskyttelse i sundhedsretten”, bls. 503. 33 Lov nr. 503, 24.06.1992, om et videnskabsetisk komitésystem og behandling af biome- dicinske forskningsprojekter. Núgildandi lög eru Lov nr. 593, 14.06.2011, om et videnskab- setisk komitésystem og behandling af biomedicinske forskningsprojekter, með síðari brey- tingum. 34 Lov nr. 460, 10.06.1997, om kunstig befrugtning i forbindelse med lægelig behandling, diagnostik og forskning m.v. Þessi lög voru endurútgefin með síðari breytingum í Bekendt- gørelse nr. 923, 04.09.2006, af lov om kunstig befrugtning i forbindelse med lægelig be- handling, diagnostik og forskning m.v. Þeim hefur síðan verið breytt, síðast með lögum nr. 602, 18.06.2012. 35 Lov nr. 482, 10.07.1998 om patienters retsstilling.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.