Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 94

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 94
 starfa helgaðra réttarsviðinu. Þessi skilmerki þess hvort nýtt réttar- svið hafi orðið til er hægt að nota sem mælikvarða á það hvort ís- lenskt réttarsvið hafi orðið til, en þó verður að taka nokkurt mið af hinum séríslensku aðstæðum. Þótt umfang, eðli og þróun réttar- heimildasafnsins sé sambærilegt, er íslenskt fræðasamfélag það smátt að það tæki nokkra áratugi í viðbót að uppfylla sum þessara skilmerkja að sama marki og á hinum Norðurlöndunum og í Evr- ópu. Vegna smæðarinnar á Íslandi þarf því að sækja í hina sam- norrænu hefð og hið víðara evrópska og alþjóðlega samhengi til að leggja fræðilegan grunn að sviðinu. Einnig verður sú starfsemi á sviði heilbrigðisréttar sem lýst er út frá hinu félagsfræðilega sjónar- horni aldrei eins umfangsmikil og í milljónasamfélögum Norður- landa og Evrópu. Að teknu tilliti til þessa má þó benda á að heil- brigðisréttur hefur verið kenndur sem valfag á meistarastigi við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2006, að Íslendingar taka þátt í starfsemi norræns rannsóknanetverks á sviði heilbrigðisréttar og félagsins European Association of Health Law. Þá var hér á landi starf- andi félag um heilbrigðislöggjöf frá árinu 1991, en í því voru bæði lögfræðingar og starfsmenn heilbrigðisstofnana.97 Það félag lagðist þó af við stofnun félags um lýðheilsu árið 2001.98 Þá hafa nokkrar fræðilegar greinar verið birtar sem fjalla um heilbrigðisréttarleg viðfangsefni í íslenskum rétti. Það er bæði um að ræða umfjöllun um almenn atriði og réttindi sjúklinga,99 viðfangsefni tengd skaða- bótaábyrgð heilbrigðisstétta,100 og álitaefni sem tengjast vísinda- rannsóknum á heilbrigðissviði, einkum lögum nr. 139/1998 um gagnagrunn á heilbrigðissviði sem voru mjög umdeild á sínum 97 Sjá http://www.mbl.is/greinasafn/grein/67116/, skoðað 2. maí 2013. 98 Sjá http://www.lydheilsa.is/felag_um_lydheilsu/, skoðað 2. maí 2013. 99 Oddný Mjöll Arnardóttir: „Cultural Accommodation in Health Services and European Human Rights“. Í ritinu Elisabeth Rynning og Mette Hartlev (ritstj.), Nordic Health Law in a European Context – Welfare State Perspectives on Patients‘ Rights and Biomedicine, Liber og Martinus Nijhoff, Malmö/Leiden 2011, bls. 181-200; Elisabeth Rynning, Oddný Mjöll Arn- ardóttir, Mette Hartlev, Henriette Sinding-Aasen og Sirpa Soini: „Recent Developments in Nordic Health Law“. European Journal of Health Law 2010, bls. 1-16; Þórunn Guðmunds- dóttir: „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann“. Læknablaðið 1995, bls. 55-58; Þórunn Guðmundsdóttir: „Upplýsingamiðlun til sjúklinga og upplýst samþykki“, Tímarit lögfræðinga, 4. hefti 1994, bls. 260-264. 100 Arnljótur Björnsson; „Bótaábyrgð heilbrigðisstétta og sjúkrastofnana“. Tímarit lögfræð- inga 1994, bls. 230-241; Gunnlaugur Claessen: „Meðferð bótamála gegn heilbrigðisstéttum og sjúkrastofnunum innan stjórnkerfisins“. Tímarit lögfræðinga 1994, bls. 242-246; Ingvar Sveinbjörnsson: „Ábyrgðartryggingar heilbrigðisstétta“. Tímarit lögfræðinga 1994, bls. 247- 250; Logi Guðbrandsson: „Tengsl bótaábyrgðar heilbrigðisstétta og sjúkrahúsa“. Tímarit lögfræðinga 1994, bls. 251-259.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.