Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 9
x-Ray Corporation), og hefði að öðrum kosti ekki verið
viðlit að leysa þessar víðtæku geislaskoðanir af hendi.
Ekki þykir hlýða að fara hér út í tækni við skoðunina, en
geta má þess, að myndirnar voru teknar á 1/20-1/5 sek.
eftir holdum og vaxtarlagi manna. Háspenna 55-70 þús.
volt.
Allar myndirnar voru athugaðar af röntgenlæknunum,
en því næst í berklavarnarstöðinni. Læknarnir þar tóku
svo ákvörðum um, hverja skyldi kveðja á stöðina til
nánari athugunar, þegar myndir sýndu eitthvað athuga-
vert.
Bæjarbúar voru boðaðir til röntgenskoðunar og skipt
niður í hópa, skv. manntali því, er lá fyrir í árslok 1944.
Fjórar hjúkrunarkonur tóku að sér það fyrirhafnarmikla
starf, og gerðu samtímis húðpróf á börnum 1-7 ára
gömlum. Börnum á 1. ári var sleppt, nema þegar sérstakar
ástæður voru til, og þá aðallega ef heimilismaður var
berklaveikur. Þau börn, sem reyndust jákvæð við húð-
prófið, voru athuguð nánar á berklavarnarstöðinni.
Hjúkrunarkonunum var falið að boða 300-400 manns
hvern virkan dag. Þessu fólki var skipt niður í 11 hópa
og var ætlunin, að hver hópur væri afgreiddur í Rönt-
gendeildinni á sama hálftímanum. Reynt var eftir mætti
að verða við óskum manna um þann tíma, er þeir helzt
kusu sér, vegna atvinnu eða ástæðna heima fyrir. Hjúkr-
unarkonurnar sýndu mestu lipurð í því efni, og mun það
hafa átt drjúgan þátt í því, hve aðsóknin heppnaðist vel.
Myndatökurnar í Landspítalanum fóru fram að loknum
venjulegum vinnutíma í röntgendeildinni og stóðu yfir
frá kl. 15.30-10; en matarhlé var þó í 1 klst. Til upp-
jafnaðar voru 35 menn röntgenmyndaðir á hverjum hálf-
tíma, en nokkru gat það munað eftir stundvísi, enda kom
fyrir, að tíminn skolaðist stundum til í minni fólksins.
Rannsóknin stóð yfir í 4 mánuði, frá miðjum janúar til
Heilbrigt líf
7