Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 86
DR. G. CLAESSEN:
ÍSLENZKT HEILSUFAR
Heilbrigðisskýrslur 1942.
Samdar af landlækni, 258 bls. Rvík J 946.
Þessi efnismikla bók kom út í ársbyrjun 1946 og hefur
að vanda geysimikinn fróðleik að geyma. Skýrslurnar eru
settar saman af landlækni samkvæmt því, sem héraðs-
læknarnir gefa upp. Vafalaust vinna margir það verk með
samvizkusemi, þó að sumir kunni að vera miður hneigðir
til skýrslugerða og ritstarfa. En lakast er, að úr 8 læknis-
héruðum hafa landlækni ekki borizt neinar yfirlitsskýrslur
um þetta ár, þar sem héraðslæknarnir með álitsgerð um
ýmisleg atriði, umfram kaldar tölur á eyðublöðum, lýsa
heilbrigði og ýmsum menningarmálum í héraðinu. En
vitanlega eru læknarnir öðrum fremur kunnir heilsufari
héraðsbúa og dómbærir á mýmörg félagsleg atriði, sem
tölurnar einar þegja um. Það er því miður kunnugt um
ýmislegt viðkomandi heilsufari landsmanna, þrifnaði o. fl.
á allstórum svæðum landsins. Vér verðum að gera betur.
Gæti ekki komið til mála, að heilbrigðisstjórnin sendi
fulltrúa sinn út af örkinni á ári hverju til aðstoðar og
hvatningar héraðslæknum um skýrslugerðir? En það er
vitanlegt, að frá ýmsum þeirra berast skýrslur allt of
seint. Ársskýrslur (yfirlitsskýrslur) hafa ekki borizt land-
lækni úr Reykhóla-, Sigluf j.-, Húsavíkur-, Þistilf j.-, Hróars-
tungu-, Fljótsdals-, Reyðarfj,- og Hornafjarðarhéruðum.
Vitanlega mun það ekki ný bóla, að nokkrir héraðs-
læknar séu í vanskilum með skýrslur. En allt um það eru
84
Heilbrigt líf