Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 98
þar eð ýmsir voru skoðaðir oftar en einu sinni. Við skoð-
anir í unglingaskólum hafðist upp á 5 nemendum með
smitandi berklaveiki, og má geta nærri, að mikla þýðingu
hefur að finna slíka sjúklinga vegna nemenda og kennara.
Ýmsir héraðslæknar geta þess, að berklarnir séu á undan-
haldi, og er auðheyrt, að héraðslæknunum kemur vel, þegar
berklayfirlæknir losar þá við smitvalda. Hinar víðtæku
skoðanir síðustu ára hafa leitt í ljós, að gamalmenni eru
ósjaldan smitandi, þó ekki séu þau veik í almennum skiln-
ingi, kannski aðeins brjóstþung og mæðin. En þau geta
verið stórhættuleg á heimilum. Kannski sefur eitthvert
barnið hjá afa sínum eða ömmu.
Holdsveiki. I sjúkrahúsinu í Laugarnesi voru 15, en í
héruðum 6, alls 21 holdsveikur. Einn sjúklingur bættist
í hópinn, norskur sjóliði, sem með leyfi heilbrigðisstjórnar-
innar var sendur hingað frá Skotlandi.
Sullaveiki. Þessir tveir síðast töldu sjúkdómar eru nú
orðið fátíðir, miðað við það, sem áður var. Allar líkur
eru til, að holdsveikin muni hverfa með þeim mönnum,
er nú hafa veikina. En hæpið er, að þjóðin losni alveg við
sullaveikina í bráð. Varúð við slátrun mun tæplega eins
nákvæm og æskilegt er, og óvíst er um gagnsemi hunda-
hreinsunarinnar. Því að um gagnsemi hennar hafa ekki
verið gerðar vísindalegar rannsóknir. Það ætti helzt ekki
að vera neitt vafamál um áhrif hreinsunarinnar. Úr Ögur-
héraði skrifar læknirinn: „Líklegast er hundahreinsun
alveg gagnslaus og jafnvel hættulegt að segja ekki fólki
frá, að svo sé, svo að það verði varkárara með hundana
en ella“. Hvað er það sanna í málinu? Dánir eru taldir 8
sjúklingar úr sullaveiki.
Geitur. Á þessu ári leitaði enginn sjúklingur lækninga
í Röntgendeild Landspítalans, og er það óvenjulegt. Úr
Síðuhéraði getur læknirinn konu, sem ekki vill fara að
heiman til lækninga. í Landspítalanum, þar sem geisla-
96
Heilbrigt líf