Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 114
fólksins sé að gæta lítt orða sinna og athafna í nærveru
barnanna.
Tannlækningar.
Skýrslurnar bera með sér, að tannlæknar eru allt of
fáir og fólk í sumum héruðum skortir skilning á því að
sækjast eftir viðgerðum, en hyllist frekar til að láta ryðja
gómana og láta smíða skínandi postulínstanngarða í
munn sinn. Þetta er skiljanlegt menningarleysi, en lagast
af sjálfu sér, þar sem tannlæknar setjast að og menn
eiga kost á viðhaldi tannanna.
Meindýr.
Rottufargan á ýmsum stöðum er talið sök setuliðsins.
Ekki mun þó alls staðar þurfa setulið til. Það var lítið
um það í Vestmannaeyjum, en þar segir: „Rottur og mýs
þrífast prýðilega, enda lítið gert til að útrýma þeim“.
Vandræði eru að veggjalús í Ögur- og ísaf jarðarhér. Það
kann að vera búið að útrýma þeim nú.
Réttarkrufningar 1942.
Þær voru framkvæmdar á Rannsóknastofu Háskólans,
skv. kröfu lögreglustjóra, í 23 skipti, er menn höfðu farizt
voveiflega, orðið bráðkvaddir eða fundizt örendir. Dánar-
orsakir voru umferðaslys í 7 skipti, sjálfsmorð 4 sinnum,
en 2svar voru menn skotnir banaskoti af hinu erlenda
setuliði. Þeir, sem fyrirfóru sér, tóku ýmist inn eitur,
drekktu sér eða skutu sig. — Hroðaleg eru ökuslysin, eins
og þeir kannast við, sem starfa í sjúkrahúsunum. Við öll
slík dánarslys voru bílar að verki. Dæmi: 35 ára maður
varð undir bíl á mikilli ferð. Mikill áverki á höfði, haus-
kúpan mölbrotnaði, heilinn tættist í sundur. Mjaðmar-
grindin brotin með mikilli blæðing, enda stórar æðar og
vöðvar tætzt sundur. Miltið rifnaði. Dó svo að segja
samstundis.
112
Heilbrigt líf