Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 80
til yfirlits og líflegar og skýrar litmyndir, 26 talsins, sem leiða
nemendurna í allan sannleika.
Sullvarnir verða aldrei brýndar um of fyrir landsmönnum, enda
er það menningaratriði að útrýma þeim kvilla úr landinu. Þar,
sem minnzt er á sláturdýrasjúkdóma, bls. 38-39, mætti því nota
tækifærið og brýna fyrir verðandi húsmæðrum, hverrar varúðar
ber að gæta, ef slátrun fer fram á sveitaheimilum og hve hundar
eru varasöm kvikindi, þar sem sullaveiki er landlæg. Það má engu
fleygja í þá, þegar tekið er innan úr; það kann að vera sollið.
Þar eð sá, er þetta ritar, er upprunninn úr Skagafirði, er þess
saknað, að helsingjar skuli ekki taldir meðal villifugla, sem hafðir
eru til manneldis. Þeir eru á hverju vori skotnir þar á Eylendinu,
og eru svo ljónstyggir, að skytturnar verða að nota „skothesta"
sér til hjálpar, til þess að fela sig í skjóli þeirra. Vera má, að
helsingjar séu skotnir víðar. Slík fuglasteik er herramanns matur.
Það er feikna fróðleikur í kapítulanum um ýmsar tegundir
matvæla, en einstöku atriði hefðu kannski þurft nánari skýringar.
Hvað er rengi? mundi einhver spyrja. Og hvernig á að skyggna
egg? (bls. 43). Það er ekki víst, að allir kunni skil á því. Þar, sem
sagt er frá soðnum og steiktum eggjum, mætti bæta við, að þau
eru líka borðuð hrá, a. m. k. þykir mörgum hrá eggjarauða prýðis-
matur; og sumum smakkast vel að súpa allt eggið hrátt. -— Ágæt
er lýsingin á mjólkurmat, og bökun er lýst rækilega. — Helzti
fáorð þykir mér höf. vera um nýja, útlenda ávexti og vart minnzt
á hollustu þeirra.
Ingólfur Davíðsson, magister, hefur verið með í ráðum
um lýsingu ætisveppa, sem hér spretta. Einstöku menn hirða þá
og nota, enda eru þeir prýðilegir í mat. Það er tekið svo til orða,
að ekki muni mikil hætta á eitruðum sveppum hér á landi. En er
hún þá nokkur? Spretta þeir hér?
Höf. kemur víða við í kaflanum um geymslu matvæla, en í mjög
stuttu máli, enda mun kennara ætlað að fara nánari út í þau atriði.
Mjög fróðlegt er að lesa 9. kapítulann, þar sem sagt er frá því,
hvað íslenzk lög mæli fyrir um matvælaeftirlit. Það er auðséð, að
sá lagabálkur er eins konar róman, sem fáir fara eftir, t. d. við
meðferð og sölu mjólkur. Löggjafarnir á Alþingi hafa gaman af
að semja þess háttar skáldsögur — enda lítið annað þar við tímann
að gera með köflum.
Höf. setur í síðasta kaflann töflur um ýmisleg matvæli og
78
Heilbrigt líf