Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 97
sem skrásettir voru í Reykjavík; 48 konur og stúlkubörn,
en 146 karlar. Fylgikvillar voru mjög fátíðir.
ískyggileg er aukningin á syfilis og koma þar einkum
til greina sjómenn, sem oftast sýkjast í enskum hafnar-
borgum. Allar konurnar með sárasótt, 19 talsins, voru
innlendar, en af 76 körlum voru 20 útlendingar. Einn
sárasóttarsjúklingurinn hafði að auki bæði lekanda og
linsæri, og má það heita ríflega úti látinn kynsjúkdómur.
Á Akureyri og Seyðisfirði varð ekki vart við kynsjúk-
dóma í sambandi við hið erlenda setulið, og ber það vott
um, hve heilsuverndin er rækileg orðin af hendi herlækn-
anna. — I læknishéraði á Austfjörðum fengu 3 sjómenn
syfilis, allir kvæntir, 2 nýlega. Sýktust í Englandi. Það
virðist vera mikið verkefni fyrir yfirmenn á skipum í
millilandasiglingum að kynna sér smitunarleiðir kynsjúk-
dóma og leiðbeina skipshöfninni um, hvernig forðast megi
þessa alvarlegu kvilla, sem geta komið hart niður á fjöl-
skyldu þeirra, þegar heim kemur.
Berklaveiki. Hér fara á eftir dánartölur um einn áratug:
Ár: ’33 ’34 ’35 ’36 ’37 ’38 ’39 ’40 ’41 ’42
Dánir: 173 165 149 157 155 106 94 104 120 104
Landlæknir bendir á, að berkladauðinn fari lækkandi,
þótt ekki hafi hann komizt niður í það, sem hann var fyrir
ófriðinn. Athugandi er reyndar fólksfjölgunin. Árið 1943
mun hann hafa verið 106. Það þykir mikilvæg vísbending
um, að berklaveikin sé fyrir alvöru að láta undan, að
banvæn heilabólga vegna berkla (venjulega í börnum)
er með lægsta móti.
Samkvæmt skýrslu berklayfirlæknis var röntgenskoðað
alls 13970 manns í 11 læknishéruðum, sumpart með ferða-
röntgentækjum. Fjöldi rannsóknanna var vitanlega meiri,
Heilbriqt líf
95