Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 52
Vatn hitaveitunnar...... 0,8 hlutar pr. milljón
Gvendarbrunnavatn 0,15—0,20 hlutar pr. milljón
Samkvæmt þessum rannsóknum er allt of lítið fluor
í Gvendarbrunnavatninu, en næstum því nóg í hitaveitu-
vatninu, til að áhrif á tennur verði sem æskilegust.
Það ætti því að vera óþarfi að forðast að nota heita
vatnið í mat og drykk af þessari ástæðu. Miklu frekar
er ástæða til þess að hvetja húsmæður Reykjavíkur til
þess að nota heita vatnið í mat og drykk, einkum þar sem
börn eru á heimilinu. Allt vatn í súpur og grauta ætti að
taka úr heita krananum og sömuleiðis í kaffi og aðra
drykki, einkum þá sem börnin fá.
Saga fluorsins er að ýmsu leyti lærdómsrík. Þegar
séð var, að fluor spillti tönnunum, þótti sjálfsagt að forð-
ast þetta skaðræðisefni, og allt það drykkjarvatn, sem
fluor var í. En jafnvel eitrið gat orðið til gagns, ef í hóf
var stillt og skynsemin látin ráða. Og það, sem upp-
runalega var talið og er skaðræðiseitur, gat fyrir viturra
manna ráð orðið íbúum heilla borga og byggðarlaga til
heilsubótar.
Blindir af brennivíni og tóbaki
I ameríska augnlæknablaðinu American Journal of Opthalmology
er sagt frá tilraunum, er þykja sanna, að blinda, sem stundum
kemur upp af óhóflegri áfengis- og tóbaksnautn, orsakist ekki beint
af eitri þessara nautnaefna. Vöntun á B-fjörvi er aðalorsökin. Það
hefur löngum verið vitanlegt um drykkjumenn, að þeir eru í fjörvi-
hraki, enda nærast margir hverjir aðallega á sterku áfengi (brenni-
víni, viskíi) er hefur í sér margar hitaeiningar. En það út af fyrir
sig nægir ekki, þegar vítamínin vantar.
50
Heilbrigt líf