Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 90
fólki í Ögurhéraði fækkað um 10%, en þó lögðust ekki
nein býli í eyði. „Menn strita meðan fjörið endist, og
þetta er allt gamalt fólk, sem eftir situr. Fæðingar aldrei
færri en nú og engar í 2 hreppum", segir héraðslæknirinn.
Það lítur því ekki efnilega út fyrir ,,dreifbýlinu“, þar sem
rómantíkin á að eiga heima, eftir því sem ýmsir stjórnmála-
menn láta um mælt. 1 Hesteyrarhéraði fækkaði um 22,
„enda virðist nú fyrst vera að koma verulegur skriður
á undanhald „landshornamanna" frá erfiðum kjörum og
harðri lífsbaráttu til lokkandi kjötkatla hinna stærri
þorpa og bæja, sem betur virðast í sveit settir“. Úr öðru
afskekktu plássi, Reykjarfjarðarhéraði, segir héraðslækn-
irinn hins vegar barnkomu „með miklum myndarskap“.
Aðeins í eitt skipti var læknisins leitað um ráðleggingar
til takmörkunar barneigna. Blönduóslæknirinn ræðir og
mannfækkun í sveitum og lýkur máli sínu þannig: „Sveit-
irnar voru móðurskaut þjóðstofnsins og þjóðlegrar menn-
ingar í 10 aldir. Það lítur út fyrir, að það móðurskaut
sé að verða ófrjórra með ári hverju“. Úr Rangárþingi:
„. . . Barnsfæðingum fækkar, svo að í sumum sveitum
fæðist 1—2 börn á ári, þegar bezt lætur, og sum árin
ekkert, og má heita, að nú standi í járnum barnsfæðingar
og manndauði“. Þeir eru seigir í Mýrdalshéraði: I Holts-
prestakalli dó enginn á árinu 1942.
Sóttarfar.
Læknar telja, að verið hafi í meira lagi sjúkfellt á
árinu, en þrátt fyrir almenna kvillasemi varð manndauði
neðan við meðallag. Eftirtektarverð er greinargerð öxar-
fjarðarlæknisins fyrir vaxandi kvillasemi: „Þorri unga
fólksins er farinn, og eftir er fólkið á kvillaaldri, æska
og elli, og ber því meira á sjúkdómum í hlutfalli við fólks-
fjölda. Þá hefur og þessi burtflutningur bein áhrif á
heilsufarið. Roskna og gamla fólkið, sem flest hefur aldur
88
Heilhrigt líf