Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 11
óvirka berkla, er komu þarna í leitirnar og c) fáeinir með
gamla, gróna berkla.
Ennfremur reyndust myndir af sumum ekki fullnægj-
andi, og þurfti að boða þá á ný. Voru flestir röntgen-
myndaðir aftur í Landspítalanum, og þá að jafnaði teknar
stórar filmur, með venjulegum hætti; bar þeim að jafnaði
vel saman við litlu skyggnimyndina, er tekin var fyrst.
Rannsóknin leiddi í Ijós virka berklaveiki hjá 71 manni
— 44 konum og 27 körlum, áður ókunnum Berklavarnar-
stöðinni. Það nemur 1,6%C þeirra, er heildarskoðunin nær
til, og 64,5% þeirra nýju sjúklinga, er stöðin fann árið
áður (1944).
Þetta er nokkru fleira en búast mátti við að óreyndu,
þar eð 11-17% bæjarbúa höfðu verið röntgenskoðaðir ár-
lega um fyrirfarandi 7 ára skeið og öll skólabörn með
húðprófi árlega, enda er Berklavarnarstöðin í sífelldri
leit að nýjum smitunarleiðum, eftir því sem tilefni gefst,
og er í náinni samvinnu við lækna höfuðstaðarins. Hins
vegar er athugandi, að heildarrannsóknin stóð yfir í 4
mánuði, svo að væntanlega hefðu eigi allfáir þeirra, er
veiktust á þessu tímabili, lent hjá Berklavarnarstöðinni,
undir venjulegum kringumstæðum.
Af sjúklingum þeim, sem komu í leitirnar við skoðunina,
höfðu langflestir berkla í lungum, eða 66. Einn hafði vota
brjósthimnubólgu, en 4 berkla í eitlum milli lungnanna
(hilus) — samtals 71. Rúmlega helmingur sjúklinganna
hafði sýkla í uppgangi (56,3%). Fundust þeir strax hjá
30, en nokkrum mánuðum síðar hjá tíu, enda þurfti í
nokkrum tilfellum að rækta sýklana frá uppganginum, til
þess að leiða þá í ljós. Líka fundust þeir í skolvatni frá
maganum.
Svo sem við mátti búast, voru flestir sjúklingarnir á
aldrinum 15-30 ára (60,3%). En mjög er athyglisvert og
Heilbrigt líf
9