Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 95
sett, og bólusetti ég samtals 45 börn. Ég bólusetti öll
börnin 4 sinnum á h. u. b. viku fresti. Þetta er tafsamt
verk, eins og til hagar, og engu fyrirhafnarminna þótt
börnin séu fá. Ég lét fólkið greiða 12 krónur fyrir barnið,
og að kostnaði frádregnum varð ekkert eftir fyrir skósliti.
En það er gott og blessað, ef maður hefði getað séð einhvern
árangur. . . . Athugul og greinagóð kona á Hesteyri sagði
mér, að þetta væri enginn kíkhósti nema að nafninu til,
heldur bara krælingur ...“. Gömlu konunni hefur ekki
þótt soga nóg í börnunum.
Heimakoma. Sjúklingar teljast 69, en enginn dáinn.
Vitnisburðir lækna eru samhljóða um ótvíræðar verkanir
súlfalyfja við þessum sjúkdómi, sem einatt lagði fólk í
gröfina áður fyrr.1)
Ristill. Taldir fram 58 sjúklingar. (Það var hald manna
áður fyrr, að lífið væri í hættu, ef ristillinn næði saman
frá báðum hliðum).
Gulusótt. 169 sjúklingar. Smáfaraldrar, einkum á Suður-
nesjum.
Kossageit. Fram eru taldir 425 sjúkl. í Borgarnesi voru
frunsurnar nefndar Bretabóla af því að fólk kenndi setu-
liðinu um. Faraldur gekk á Raufarhöfn, og vísast til þess,
sem segir í skýrslunni 1941 um kossakveðjur norður þar.
Næm heilasótt (meningitis) var mannskæð, en sjúkl-
ingar sem betur fór ekki nema 19. Af þeim dóu 7; 11 ára
drengur, sem fékk veikina, lifði hana af, en varð heyrnar-
laus.
Stingsótt. Sjúkl. voru 76. Næm brjósthimnubólga með
!) í hinu merka verki síra Jónasar, „íslenzkir þjóðhættir", er
m. a. getið þessara ráða við heimakomu í gamla daga: Bakstur úr
kúamykju eða súru skyri eða ánamaðkabakstur; geldingstað eða
mannasaur í plástur; sitja yfir heitri keytu og hlaupa sig svo
móðan upp á móti brekku o. fl. Það er ekki allt gott, sem gamlir
kveða!
Heilbrigt líf
93