Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 110
Fatnaður og matargerð.
Einn héraðslæknirinn segir: „Höfuðnauðsyn þessara
sveita og annarra er að fá íshús eða frystihús til geymslu
matvæla". Það mun víst alltaf vera sama sleifarlagið í
sveitunum, að fólk noti aðallega gamlan mat — alveg að
óþörfu. — Borgarneslæknirinn segir: „Ýmislegt grænmeti,
sérstaklega tómata, er hægt að fá fyrir of fjár úr gróður-
húsunum við hverina. Er neytt sem sælgætis, en ekki sem
matar“. Þarna hittir læknirinn víst naglann á höfuðið.
Við hverahita eru enn sem komið er framleiddar aðallega
lúxusvörur, einkanlega blóm, og svo tómatar til smekk-
bætis að sumrinu til. — „Síldina lærir fólkið aldrei að
borða, þó að hún gæti verið ódýrasta fæðutegundin, sem
völ er á“, segir Seyðisfjarðarlæknirinn. Hvað segja hús-
mæðurnar ?
Um fatnaðinn segir úr Dölum: „Islenzkir skór alveg
horfnir“. Það þarf enginn að sjá eftir þeim. Þeir voru
til ómyndar og skammar, og voru notaðir svo lengi af
einskærri fátækt. Úr sama héraði segir, að menn borði
aðallega saltan og súran mat, og vanhæfi sé á nýju fisk-
fangi. En hænsni eru gefin refunum! Þetta þætti einhvers
staðar saga til næsta bæjar. Af Ströndum: „.. . en kven-
fólkið er farið að klæðast gerfiefnafatnaði úr kaupstöð-
unum“. — Úr Vestmannaeyjum: „Verksmiðjustúlkurnar
(flökunarvinna) hafa vit á að búa sig sæmilega, mundu
annars sálast úr vosbúð, svo að neyðin kennir þeim það“.
Framleiðsla og sala mjólkur.
Inngangsorð þessa kafla eru þannig: „Mjólkurviðskipti
aukast og mjólkurneyzla færist í vöxt. En ekki eykst hrein-
læti um mjólkurframleiðslu og mjólkurmeðferð að sama
skapi, og má að sumu leyti rekja til hagsmunastreitu og
hirðuleysis, sem eftirspurn umfram framboð og ekki að
öllu leyti heilbrigt skipulag gerir erfitt að sigrast á“. Það
108
Heilbrigt líf