Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 31
halda uppi þessu skemmtiatriði í vetur. Skrifstofustjórinn
hafði farið í geitarhús að leita ullar, og þótti óvænlega
horfa um, að unnt yrði að verða við sífelldum kröfum
ungmenna, er óspart létu í ljósi við útvarpið óskir um, að
þessum þætti yrði ekki slegið á frest. Áskoruninni lauk
með því, að lýst var eftir ungum mönnum — piltum og
stúlkum — til þess að vinna þetta verk fyrir útvarpið.
Hér er óneitanlega ekki mælzt til lítils. Skemmtilegir
menn eru ekki á hverju strái, því að þó að ungir menn
geti skemmt sér sjálfir, verið glaðir og með galgopaskap
í sinn hóp, er ekki víst að þeim takist að skemmta öðrum.
Jafnvel með mannmörgum, erlendum þjóðum, sem sízt
hafa minni kímnigáfu en Islendingar, er leitun á góðum
„konferencier", sem sprettur upp á talsviðið og kemur
áheyrendum í gott skap með léttu hjali og góðlátlegri
kímni. Nú þurfa þeir, sem tækju svona þátt að sér, vitan-
lega ekki að taka allt frá sjálfum sér. Það er hæpin krafa,
enda mætti leita í leikrit, smásögur og aðrar bókmenntir
og taka upp úr því til skemmtunar. En það kostar tíma
og fyrirhöfn og bókmenntalega þekkingu. Flest ungt fólk
— en til þess leitar útvarpið — stundar nám og hefur
væntanlega ekki mikinn tíma aflögu.
Það er yfirleitt spurning, hvort ríkisútvarpið hefur
snúið sér í rétta átt. Er endilega víst, að ungmenni séu
öðrum fremur hæf til þess að taka að sér þetta skemmti-
atriði, þó að þeim sé ætlað að hlusta?
Það er ekki að vita nema fullorðnari menn hafi meiri
kímni á boðstólum en þeir, sem yngri eru. Þeir eru ekki
neinir unglingar, höfundarnir, sem semja fjörugustu
skáldsögurnar og ýmsa beztu skopleikina eða leika þá á
leiksviðinu. Og það eru ekki heldur ætíð yngstu blaða-
mennirnir, sem setja saman fjörugustu greinarnar. Hann
var búinn að slíta barnsskónum sá sem skemmti allri
þjóðinni með því að lesa Bör Börsson! Þeir, sem mesta
Heilbrigt líf 29