Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 45
lækningaviðbjóð liðinna tíma til skýjanna og gera með
því sitt til að ala á þeirri dómgreindarlausu hindurvitnatrú,
sem á öllum tímum hefur verið traustust undirstaða hans
og hvers konar ómenningar.
R. Á. endar svo sem að sjálfsögðu frásagnarþátt sinn
á því að taka undir þann ódýrkeypta róg um stétt lækna,
að þeir dirfist að horfa til launa fyrir störf sín, sem þeir
vissulega gera og hljóta að leggja á þau fjárhagsmál annan
mælikvarða en skottulæknarnir gerðu, sem allir stunduðu
aðra atvinnu en lækningar sér til lífsuppeldis, en liðsinntu
sjúkum náungum sínum í hjáverkum af greiðvikni og
áhuga, en lítilli getu. Skilst mér þetta hliðstætt því, sem
ég geri ráð fyrir, að eigi sér stað um R. Á. sjálfan, eða
færi a. m. k. vel á, að ætti sér stað um hann, að hann
taki með góðri samvizku laun fyrir að leiðbeina um garð-
yrkju og spyrji jafnvel. ófeiminn: „Hver borgar hér?“,
en sé heldur sanngjarn í kröfum um greiðslur fyrir rit sín
um læknisfræði og heilbrigðismál.
Og er það nú svo áreiðanlegt, að þjóðinni hafi orðið
ódýr viðskiptin við skottulækna sína á umliðnum öldum?
Ég hygg, að því fari svo víðs fjarri, að hún hafi aldrei
síðan notið dýrari læknishjálpar. Hver borgaði hér?
Kynslóð eftir kynslóð með þeim verðmætum, sem öllum
f jármunum eru dýrmætari: viti sínu og velsæmi, heilbrigði
sinni og lífi.
30. júlí 1946.
Heilbriyt líf
43