Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 117
að flutningar stöðvuðust og umferð tepptist að haustinu,
t. d. af Kötlugosi“. Jarðeldar eru enn ofarlega í hugum
Skaftfellinga og er það að vonum. Það er ekki að vita
nema Katla bæri aftur á sér og velgi fólki undir uggum.
I Vestmannaeyjum hafa útgerðarmenn sameign um neta-
gerð, olíu-, lifrar- og fisksölusamlag og veita mikla atvinnu.
í frásögn þessari er vitanlega sleppt mýmörgum atriðum.
Hér hefur verið tínt til það, sem talið er mestu máli skipta,
og skal nú látið staðar numið.
Mjög merk ritgerð eftir landlækni fylgir Heilbrigðis-
skýrslunum og nefnist „Upphaf svæfinga og
fyrstu svæfingar á íslandi“. Birtist sérstak-
ur ritdómur um þetta verk á öðrum stað í tímaritinu.
Þá kemur yfirlit um Læknaráðsúrskurði
19 4 4. Álits læknaráðs hefur verið leitað í dómsmálum
af dómstjóra hæstaréttar í tvö skipti, einu sinni af sýslu-
manni S.-Mýlinga, í eitt skipti af borgardómaranum í Rvík,
en einu sinni af dómsmálaráðuneytinu. Tilefnið var öku-
slys, höfuðhögg og barnsfaðernismál.
Heilbrigðisskýrslunum lýkur með ágripi þeirra á ensku..
Líklega þyrfti þýðingin á sjúkdómaflokkum í töflunum að
vera ýtarlegri, til þess að útlendingar hafi þeirra full not.
Nýlega gat sá, sem þetta ritar, þess við bókaútgefanda
í höfuðstaðnum, að prentvillur væru fullmiklar í bókum
forlagsins. „Blessaðir verið þér“, svaraði útgefandinn,
„það eru svo margir, sem hafa gaman af að finna prent-
villur í lesmálinu og eru hreyknir af því, svo það er öllu
óhætt með það“. Það má hiklaust segja, að enginn getur
skemmt sér við að finna prentvillur í Heilbrigðisskýrsl-
unum, því að sama sem ekkert kemur í leitirnar af slíku
og er það til fyrirmyndar. Yfirleitt er frágangur allur
hinn snyrtilegasti.
Heilbrigt líf
115