Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 74
hin fyllstu rök, að hvorki hann né neinn hinna læknanna, sem
hér störfuðu um þetta leyti, hafi orðið til að taka upp svæfingar, og
allar líkur til, að enginn þeirra hafi nokkurn tíma svæft um
sína daga.
Jón Thorstensen féll frá 1855, og varð þá landlæknir dr. Jón
H j a 11 a 1 í n , einn hinn tilþrifamesti maður, er það embætti hefur
skipað. Hann lauk handlækningaprófi í Kaupmannahöfn 1837 og
dvaldi síðan lengst af erlendis, unz hann fluttist hingað alfari 1851.
Lengst þess tíma stundaði hann lækningar, þar af 6 síðustu árin
við vatnslækningastofnun, er hann kom sér upp í Klampenborg,
og lagði þau ár jafnframt stund á efnafræði o. fl. Klampenborg var
álíka langt frá Kaupmannahöfn og Hafnarfjörður er frá Reykjavík,
og hefur honum því verið í lófa lagið að fylgjast með öllum nýjung-
um, er upp komu. En engin merki sjást þó þess, að hann hafi veitt
svæfingunum neina athygli, og gerir höf. mjög sennilega grein
fyrir því, er hann hyggur, að valdið hafi. Lýsing hans á dr. Jóni
Hjaltalín er svo snjöll og að minni hyggju rétt, bæði um það, sem
bezt var í fari hans og afrekum, og um hitt, sem miður var, að
mér þykir vert að taka hér upp helztu atriði hennar: „Jón Hjaltalín
var ósvikin persónugerving áhuga- og framfaramanna allra tíma.
... Gerði hann sér mikið far um að viða að sér gögnum til að
fylgjast með nýjungum hvaðanæva að, bæði á sviði læknisfræðinnar
og annara vísinda, og þó umfram allt öllu því, er orðið gat til hag-
kvæmra nota. Gerðist hann þegar hinn umsvifamesti maður í land-
læknisembættinu og setti sér frá öndverðu það höfuðhlutverk að
fullkomna læknaskipan landsins og stofna í því skyni af nýju til
innlendrar læknakennslu. . . . Báðar þessar hugsjónir sínar tókst
Jóni Hjaltalín að leiða til þess sigurs, að telja má til mestu afreka
í sögu íslenzkra heilbrigðismála, og mun nafn hans um alla framtíð
verða við þau tengd“. Sýnir höf. því næst með rökum, er ekki verða
rengd, að dr. Hjaltalín hafi samt látið undir höfuð leggjast að
kynna sér þá afarmerku nýjung á sviði læknisfræðinnar, sem
svæfingarnar voru, þrátt fyrir góða aðstöðu til þess, og verið fjarri
því að gerast brautryðjandi þeirra hér á landi, þótt þess hefði
mátt vænta. „Skýringanna á þessari undarlegu tregðu 'og tómlæti
hins mikla athafnamanns og hrautryðjanda er að leita í skapgerð
hans. En í henni voru veilur, og einmitt þess háttar veilur, sem ekki
munu vera fátíðar í fari mikilla áhuga- og framfaramanna, einnig
þeirra, sem auðnast að marka djúp spor og heillarík fyrir fram-
tíðina. Hinn mikli áhugi þeirra vill bera athygli, raunsæi og rólega
72
Heilbrigt líf