Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 22
Hér að framan hefur aðeins verið rætt um loftræstingu,
sem byggist á mismuninum á hita inni og úti, auk vind-
þrýstingsins. Á síðari árum hafa einnig verið notaðar
rafknúnar sogdælur til loftræstingar,
einkum í stórum margbýlishúsum, verksmiðjum, vinnu-
stofum, samkomuhúsum o. s. frv. Er loftdælunum venju-
legast komið fyrir í herbergi í þakhæð hússins, en þar enda
allar loftrennur í húsinu, og sogar dælan loftið úr þeim
og feykir því upp yfir þak. Til þess að loftræsting með
þessu fyrirkomulagi verði góð og fullnægjandi í íbúðar-
húsum, þarf loftdælan að vera í gangi allan sólarhringinn,
aðstreymi (t. d. í gegnum loftrifur) af hreinu lofti vera
nóg í herbergin (svo að ekki sogist vont loft úr kjöllur-
unum, stigahúsum o. s. frv. inn í herbergin), rúmmál
loftrennanna hæfilegt fyrir sogkraft dælunnar, og sog-
krafturinn jafnmikill úr öllum hæðum hússins. En oft
vill verða misbrestur á einhverju þessara atriða. T. d.
mun það ekki vera óalgengt, að loftdælan standi kyrr
(e. t. v. stundum stöðvuð vegna þess, að hún þykir hita-
frek), og verður loftræstingin í húsinu þá að vonum afar
slæm. ■— Það, sem ávinnst við loftdælufyrirkomulagið, er
það, að loftrennur verða færri og styttri en ella, því venju-
legast eru þær þá aðeins hafðar í eldhúsum, baðherbergjum
og salernum. Þar, sem loftrennur eru, verður loftrennslið
kröftugt, en léleg loftræsting í öðrum herbergjum, a. m. k.
í þeim, er fjarri liggja loftrennunum. Loftræsting með
loftdælum hefur að vísu einnig oft tekizt vel í íbúðarhúsum,
en víða reynzt miður en skyldi og sízt betur en loftræstingin
með loftrennunum og loftgötunum einum.
Undir öðrum kringumstæðum er vélknúin loftræsting þó
oft óhjákvæmileg. I samkomuhúsum, þar sem margt fólk
situr þétt saman, eða dansar, fyrir lokuðum gluggum, í
veitingahúsum, þar sem matarlykt, tóbaksreykur o. s. frv.
eyðileggur loftið, í verksmiðjum, þar sem þröngrýmt er,
20
Heilbrigt líf