Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 113
1-—2 vetur í einu hinn sami“. Farskólarnir virðast stundum
settir á barnaheimili til sparnaðar, en þá er vitanlega
undir hælinn lagt, að skilyrðin séu þar bezt, húsnæði og
þvíuml. 1 einu skólahverfi í Borgarneshéraði eru t. d.
allir skólastaðir salernislausir. Úr Rangárhér.: „Skóla-
staðir afleitir". Á við svo búið að standa? Alls teljast
óviðunandi skólastaðir fyrir 421 barn.
Isafjarðarhér. er methafi í lús — 202 skólabörn. I Rvík
voru þau 102. Alls fundust 1698 lúsug skólabörn. Skv.
þessu er fólk á landi hér lúsugt þúsundum saman, því að
vitanlega eru það ekki börnin ein, sem eru lúsug á heimil-
unum. Það vantar einhvern menningarþátt í landsfólkið —
að það skuli una þessu, og það nokkurn veginn óbiæytt
frá ári til árs. Heilbrigðisstjórnin þarf að finna ráð til
þess að hjálpa húsmæðrunum í þessu máli. Það ætti að
vera viðráðanlegt.
Barnauppeldi.
Héraðslæknunum finnst yfirleitt fátt um uppeldi og
háttvísi ungu kynslóðarinnar. Héraðslæknirinn á Bíldudal
telur það hafa verið óstinnt upp tekið af plássfólkinu þar
vestra, að „Heilbrigt líf“ leyfði sér að birta ummæli
læknisins í Heilbrigðisskýrslunum um uppeldisháttu þar
1939. Það var vitanlega fjarri skapi ritstjóra að móðga
þorpsbúa. Upp úr þessu umtali varð því framgengt, að
sögn læknisins, að börn innan fermingar taka nú ekki
þátt í opinberum danssamkomum. Ýmsir læknar minnast
á, að litlar hömlur séu settar á orðbragð, hegðun eða úti-
vist barna. Héraðsl. í Vestmannaeyjum tekur þessi atriði
frá heimspekilegu sjónarmiði og segir: „. . . Annars held
ég, að enginn ráði við börnin, hvorki nefnd eða nefndir
og gangi þau því oft „sjálfala“, þrátt fyrir alla vora
pappírslöggjöf“. En þess er og getið, að sök fullorðna
Heilbrigt líf
111