Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 66
stæd Kongsgaard“, þar eð bólan hefði fyrir þennan verknað
borizt norður í Skagafjörð. Aftan við Heilbrigðisskýrsl-
urnar 1941 er fróðleg frásögn um þetta atvik eftir V i 1 m .
J ó n s s o n , landlækni.
Bólusetning dr. Jenners var allt annars eðlis en bólu-
sýking með vilsu úr sjúklingum.
Jenner studdist við þá stað-
reynd, sem sveitafólkinu var
kunnug, að menn, sem sýktust
af bóluveikum nautgripum, tóku
ekki bólusótt síðar. Jafnframt
venjulegum læknisstörfum sín-
um gerði hann árum saman
athuganir og ýmsar tilraunir
um þetta atriði. Hann var búinn
að sýsla í 20 ár með þetta mál,
áður en hann vogaði að bólu-
setja 8 ára gamlan dreng. Það
var í maímánuði 1796. Bóluefnið
tók hann úr mjaltakonu með
kúa-bólusótt. En það var vitað
af margfaldri reynslu, að bólu-
veiki, þannig tilkomin, lagðist
ekki líkt því eins þungt á fólk eins og bóla, sem stafaði
frá bóluveikum manni, þegar faraldur gekk. Bólusetta
drengnum reiddi vel af, og hann varð ekki bóluveikur,
þó að reynt væri að sýkja hann af manni með bólusótt,
nokkrum vikum síðar. Hann hafði hlotið ónæmi (immun-
itet) af kúabólunni,og þá var tilganginum náð. En dr.
Jenner fannst þó varlegra að gera fleiri tilraunir áður
en hann birti nokkuð opinberlega, og staðhæfði að kúa-
bólusetning væri ráðið til þess að koma í veg fyrir bólu-
drepsóttir. Þessi varfærni er til fyrirmyndar. Þeir eru
ekki að tvínóna við það ýmsir heilsutrúboðar (health
evangelists), sem oss eru kunnir, að básúna hugmyndir
sínar, hvort sem það er viðkomandi mönnum eða mál-
leysingjum.
I byrjun voru sumir hikandi við að fallast á niðurstöður
dr. Jenners. En fljótlega vann hann þó fullkominn sigur
og kúabólusetningin var viðurkennd sem ein af mikils-
Dr. Edward Jenner.
64
Heilbrigt líf