Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 12
varasamt, að eigi færri en 8,U% þeirra, er koviu í leitirnar
með berklaveiki, voru sextugir eSa eldri.
Þegar lögð er saman allsherjarskoðunin á Reykvíkingum
og heildarskoðanir þær, er fram hafa farið í 11 læknis-
héruðum, fyrirfarandi 6 ár, lætur nærri, að helmingur
þjóðarinnar hafi verið rannsakaður. Af öllum þeim athug-
unum virðist mega draga eftirfarandi ályktanir:
1. Venjuleg starfsemi berklavarnarstöðvanna er mjög
mikilsverð, en getur þó tæpast náð til allra héraðs- eða
bæjarbúa. Það er allsherjar- eða heildarskoðunin ein, sem
dugar til þess að hafa upp á öllu fólki með virka berkla-
veiki, og þarf þá að beita bæði húðprófi með túberkúlini
og röntgenskoðun — helzt með skyggnimyndum. Heildar-
skoðunin þarf að endurtakast við og við.
2. Verði heildarskoðun ekki við komið, ber að leggja
aðaláherzlu á að skoða fólk á 15—30 ára aldri, en jafn-
framt þá, sem náð hafa sextugs aldri.
3. Mikið má leggja upp úr húð-prófinu á börnum og
unglingum, og má nota plástur við smábörn.
4. Við röntgenskoðunina reynast vel 4X5 þumlunga
(10,2X12,7 cm.) stórar skyggnimyndir.
5. Það virðist vel gerlegt að fá almenning til þess að
sinna þessum ráðstöfunum og gefa sig fram til rannsóknar.
Ber þá að vanda vel til boðunar fólks, lofa því að velja
sér þann tíma, sem bezt hentar og gæta þess eftir mætti,
að biðtími við rannsóknina verði sem styztur.
Eimreiðir í loftinu
Út af flugvallarmálinu hér á landi hefur orðið tíðrætt um, hve
flutningamagnið í loftinu hafi verið stórfellt í styrjöldinni miklu.
Einna mest var flutt loftleiðis frá Bandaríkjunum til Kína, t. d.
var flogið með sundurteknar eimreiðir til Indlands og áfram yfir
Himalaya-fjöllin til Mið-Kína, en þar voru vélapartarnir settir
saman. Flutningarnir loftleiðina voru orðnir meiri heldur en um
Burma-brautina, þegar þær voru mestar.
10
Heilbrigt líf