Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 40
þar sem var Jón Finnbogason í Presthvammi hjá Grenjað-
arstöðum (d. 1846).
Loks má nefna tvo landskunna menn á 19. öld ólæknis-
lærða, er báðir lögðu stund á yfirsetustörf, þá Níels Jóns-
son skálda og Pétur Jónsson, bónda í Reykjahlíð.
Öll þessi dæmi eru frá þeim tímum, er lærðar ljósmæður
voru löngu til komnar og dreifðar víðs vegar. Má gera
ráð fyrir, að ekki hafi natnir karlar miður fundið köllun
hjá sér til þessara starfa eða síður verið kvaddir til að
sinna þeim, er konur höfðu enn ekki lærdóminn fram yfir
þá við að styðjast. En miklu tíðara en það, að karlar stund-
uðu venjuleg yfirsetustörf, var hitt, að nærfærnir skottu-
læknar væru til kallaðir, er ljósmæður bar upp á sker og
nokkurra stórræða þótti þurfa við, en ekki náðist til
lærðra lækna. Eru fyrir hendi heimildir um fjölda slíkra
ólærðra „fæðingarlækna", eftir að enginn skortur var
orðinn lærðra Ijósmæðra, og má af því fara nærri um,
hvað verið hefur fyrir þann tíma.
I þessu sambandi verður látið ligg'ja á milli hluta, hver
verið hafi kunnátta og hæfi þessara sjálfgerðu yfirsetu-
manna og „fæðingarlækna" til starfa sinna.
II.
Annað atriðið í frásagnarþætti R. Á„ sem hér verður
lítillega athugað, er fæðingartangarsmíð Eymundar Jóns-
sonar í Dilksnesi í Nesjum í Hornafirði (d. 1927), en
hann var einmitt einn þeirra ,,fæðingarlækna“, sem um
ræðir hér að framan. Eymundur var þjóðhagasmiður og
fágætur afreksmaður á marga grein. En engum lækni, og
reyndar ekki heldur smið, fær dulizt, að frásögnin um smíð
fæðingartangarinnar með þeim atburðum, sem R. Á. skýrir
frá, og not hennar, er um annað hvort eða hvort tveggja
stórlega ýkt og fær engan veginn staðizt, enda er til, að
áþekkar þjóðsögur gangi um fleiri skottulækna, þ. á. m.
38
Heilbrigt lif