Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 14
raki þess á hæfilegt stig — en þetta þrennt fæst við góða
loftræstingu, •—• hverfur vanlíðanin.
Loftræsting herbergja, samkomusala o. s. frv., er í því
fólgin, að inn er veitt hreinu lofti, og samtímis er leitt
burtu hið óhreina loft, sem fyrir er. Hita- og rakastig
loftsins þarf að fara hvort eftir öðru; því hærri sem hitinn
er, því minni má rakinn vera, og öfugt. Hreyfingin á
loftinu þarf að vera því meiri, sem hitinn er meiri, þó má
loftstraumurinn helzt ekki fara fram úr % m. á sekúndu,
a. m. k. ekki ef kalt er í lofti, svo að ekki kenni dragsúgs.
Of mikill raki í loftinu er óþægilegur af því að hann hindrar
hina eðlilegu útgufun frá líkamanum, en of þurrt loft er
einnig óþægilegt vegna þess að það orsakar of mikla
útgufun frá húðinni og einkum slímhimnum öndunar-
færanna. Þetta er þó mikið undir hitanum í loftinu komið,
á sama hátt og hita- og kuldastig veldur mismunandi þæg-
indum eða óþægindum, eftir því, hve rakinn er mikill í
loftinu. Við +16 til 18° C. stofuhita getur t. d. 70%
(„relativ") raki þótt þægilcgur, en 50% raki þótt óþægi-
legur við +21 til 22°. Þar eð hér er um mjög þýðingarmikið
atriði fyrir vellíðan mannsins að ræða, mun þykja hlýða
að birta hér línurit (eftir Hill) yfir hlutfall það milli hita
og raka, sem þægilegast er fyrir manninn (1. mynd).
Góð loftræsting þarf að vera tvennskonar: a) fljótvirk
en gagnger lofthreinsun og b) hæg loftbreyting. Hefur
þessu verið líkt við sundlaug, þar sem skipta þarf alveg
á óhreinu og hreinu vatni í lauginni með vissu millibili, en
þess á milli þarf stöðugt aðrennsli að vera í hana af hreinu
og stöðugt frárennsli af óhreinu vatni, svo að vatnið í
lauginni sé jafnan óstaðnað.
Fljótvirk og gagnger lofthreinsun er það, þegar gluggar
í herbergi (og e. t. v. dyr) eru opnaðar upp á gátt, helzt
þannig að gegnumsúgur verði, og þarf því styttri tíma
til loftræstingarinnar, sem munurinn er meiri á hitanum
12
Heilbrigt líf