Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 57
að bráð; þau höfðu hamazt að skipinu í náttmyrkrinu og
rekið það á klett er nefnist Hnokki, spottakorn út frá
Álftanesi, og virtist mér ég sjá fyrir flakinu, þar sem
það reri á klöppinni. Við hittum mann frá Álftanesi, sem
sagði okkur, að einn af skipshöfninni — undirstýrimaður
að nafni Le Gonidec — hefði bjargazt þannig, að
hann náði í landbrú skipsins, er flaut á sjónum skammt
frá honum og hélt dauðahaldi í hana. Svo sá hann ljósin
í Straumfirði, sem nálguðust óðum, það hélt voninni og
jafnvel vissunni um það, að hann kæmist lífs af og forlögin
höguðu því svo, að þegar hann rak upp að landi í litla
klettaskoru, var röskur maður þar fyrir, Kristján Þórólfs-
son frá Straumfirði, sem náði í hann og kom honum heim
í rúm, þar sem honum var veitt bezta hjúkrun, enda hafði
hann hresstst fljótt og komizt á fætur, er líða tók á daginn.
Ég hafði því engar áhyggjur af honum, en nú varð að
beina athyglinni að því, sem að landi barst. Hugsanlegt
var, að einhverjir hefðu haft aðstöðu til að haldast við
í skipsskrokknum, ná í flak og bærust lifandi að landi.
Við sáum alls konar rekald koma nær og nær á hvítfyss-
andi öldutoppunum; það hvarf að vísu niður í dalina á
milli, en brátt kom það í ljós aftur og nú fór ég að greina
lögun þess og sá glöggt, að eitt af því, sem bylgjan var
að koma með, var mannslíkami. Við óðum út í, þegar
þetta kom í brimgarðinn og gátum náð í það áður en
það sogaðist út aftur. Ég skoðaði manninn og athugaði,
hvort nokkurt lífsmark væri með honum, en svo virtist
ekki vera, stirðnun komin og fleiri dauðamerki. Við bárum
líkið upp á grasbala og gengum vel frá því og nú reikuðum
við fram og aftur um fjöruna til þess að líta eftir, hvort
nokkurs staðar kynni að leynast lík innan um rekann, en
fundum ekkert. Áður en langt leið, sáum við öldurnar
vera að skila öðru líki og nokkru síðar því þriðja. Við
björguðum þeim undan sjó og bárum þau til félaga þeirra,
Heilbrigt líf
55