Heilbrigt líf - 01.06.1947, Side 57

Heilbrigt líf - 01.06.1947, Side 57
að bráð; þau höfðu hamazt að skipinu í náttmyrkrinu og rekið það á klett er nefnist Hnokki, spottakorn út frá Álftanesi, og virtist mér ég sjá fyrir flakinu, þar sem það reri á klöppinni. Við hittum mann frá Álftanesi, sem sagði okkur, að einn af skipshöfninni — undirstýrimaður að nafni Le Gonidec — hefði bjargazt þannig, að hann náði í landbrú skipsins, er flaut á sjónum skammt frá honum og hélt dauðahaldi í hana. Svo sá hann ljósin í Straumfirði, sem nálguðust óðum, það hélt voninni og jafnvel vissunni um það, að hann kæmist lífs af og forlögin höguðu því svo, að þegar hann rak upp að landi í litla klettaskoru, var röskur maður þar fyrir, Kristján Þórólfs- son frá Straumfirði, sem náði í hann og kom honum heim í rúm, þar sem honum var veitt bezta hjúkrun, enda hafði hann hresstst fljótt og komizt á fætur, er líða tók á daginn. Ég hafði því engar áhyggjur af honum, en nú varð að beina athyglinni að því, sem að landi barst. Hugsanlegt var, að einhverjir hefðu haft aðstöðu til að haldast við í skipsskrokknum, ná í flak og bærust lifandi að landi. Við sáum alls konar rekald koma nær og nær á hvítfyss- andi öldutoppunum; það hvarf að vísu niður í dalina á milli, en brátt kom það í ljós aftur og nú fór ég að greina lögun þess og sá glöggt, að eitt af því, sem bylgjan var að koma með, var mannslíkami. Við óðum út í, þegar þetta kom í brimgarðinn og gátum náð í það áður en það sogaðist út aftur. Ég skoðaði manninn og athugaði, hvort nokkurt lífsmark væri með honum, en svo virtist ekki vera, stirðnun komin og fleiri dauðamerki. Við bárum líkið upp á grasbala og gengum vel frá því og nú reikuðum við fram og aftur um fjöruna til þess að líta eftir, hvort nokkurs staðar kynni að leynast lík innan um rekann, en fundum ekkert. Áður en langt leið, sáum við öldurnar vera að skila öðru líki og nokkru síðar því þriðja. Við björguðum þeim undan sjó og bárum þau til félaga þeirra, Heilbrigt líf 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.