Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 112
Meðferð ungbarna.
Það er „af ástæðu“ eins og fólkið segir, að ungbarna-
dauðinn er svo lágur hér á landi, að liggur við heimsmeti
— mæðurnar láta sér yfirleitt annt um börnin og — það
sem líklega varðar mestu ■— leggja þau á brjóst. Vitanlega
eru mæður innan um, sem gætu gert betur. En rösk 90%
barnanna fá brjóst og nærast á móðurmjólkinni, en
kannski ekki nema fyrsta sprettinn. f skýrslunum er sem
sé ekki gerð grein fyrir, hve lengi börnin eru á brjósti og
ef til vill er erfitt að upplýsa það. Þó ætti það a. m. k.
ekki að vera erfitt í höfuðstaðnum, þar sem heilsuverndar-
hjúkrunarkonur eru sífellt á vakki og heimsækja mæð-
urnar meðan barnið er á 1. árinu. Vill landlæknir kannski
fela þeim að safna skýrslum um þetta atriði? Það er auð-
heyrt á sumum héraðslæknunum, að börnin muni, sum
þeirra a. m. k., ekki njóta brjóstamjólkurinnar lengi vegna
vandræða með alla húshjálp eða þá af óþolinmæði mæðr-
anna. Bíldudalslæknirinn: „. . . mæðurnar hafa varla tíma
til að liggja á sæng, hvað þá heldur stússa við að gefa
börnum brjóst“. Úr Ólafsfirði: „Skammur mun sá tími
vera, sem flestar mæður hafa börnin á brjósti, að minnsta
kosti sé ég aldrei nema pelann í sjúkravitjunum. Bera þær
ýmsu við, t. d. að þær mjólki ekki o. s. frv. Ég býst við,
að óþolinmæði og annríki, a. m. k. að sumarlagi, sé aðal-
orsökin“. Vestmannaeyjum: „... Þó gætu mæður sýnt
meira þrek og alúð við að hafa börnin á brjósti". — Lýsis-
gjafir eru orðnar algengar.
Skólaeftirlit.
Farkennslan virðist vera í basli. Skólastaðir á reiki í
sveitunum frá ári til árs og „þeir vilja oft helzt fá að hafa
skólann, sem verst hafa skilyrðin til þess“ (Stykkishólms-
hér.). Sami læknir: „Umferðakennarinn verður sjaldan
mosavaxinn og viðburður, ef kennari fæst í hreppana nema
110
Heilbrigt líf