Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 41
ein nokkurn veginn samhljóða um Þorstein Þorleifsson í
Kjörvogi á Ströndum (d. 1882), sem virðist hafa verið
svipaður hagleiksmaður sem Eymundur í Dilksnesi og um
annað atgervi mjög í manngildi við hann.
Ekkert áhald á heiti fæðingartangar skilið, nema það
sé í einhverri líkingu við hinar alkunnu fæðingartengur
lækna, sem til þess eru gerðar að fara með þær inn um
fæðingarveg barnsfæðandi kvenna, grípa með þeim traustu
taki utan um höfuð barnsins og draga það fram. En full-
yrða má, að slíkt áhald, rekið í flaustri saman, jafnvel af
hvað miklum völundi sem væri, á meðan skerpt er undir
katli, hellt upp á kaffikönnu og rennt í bolla, hefði engin
leið verið að nota á tilætlaðan hátt án þess að skaða til
örkumla og vel líklega til hörmulegs dauða móður og
barn. Hvað sem líður garðyrkjumönnum, ættu ljósmæður
vorar vissulega að vita betur en svo að gína við fjarstæðum
á borð við þessa hjákátlegu fæðingartangarsögu.
Ég hef frá upphafi haft góð skilyrði til að láta mér
skiljast, hvernig sögnin um ,,fæðingartöng“ Eymundar í
Dilksnesi er til komin. Svo vill sem sé til, að móðir mín
(d. 82 ára 5. þ. m.) var sveitungi Eymundar frá barnæsku
og fram yfir þann tíma, er atburðir þeir, sem sögninni
liggja til grundvallar, eiga að hafa gerzt, og ól sjálf börn
sín á því tímaskeiði. Var móðir mín jafnan vön að smá-
kírna, er þetta afrek Eymundar bar á góma. Mat hún hann
þó um fram flesta menn aðra og taldi hann reyndar fyrir
óvefengjanlega verðleika svo mikils háttar mann, að
ástæðulaust væri að leyna því, að á því gat verið sérstök
hætta, að um tilþrif hans mynduðust öfgafullar þjóðsögur,
sem menn glæptust til að trúa, og einmitt miklu fremur
fyrir það, hve alkunnur hæfileikamaður hann var. Er ekki
tiltökumál, að afkomendum hans sumum hafi síðan orðið
það á að festa um of trúnað á ýmsar sögurnar og jafnvel
mikla fyrir sér í endurminningunni.
Heilbrigt líf
39