Heilbrigt líf - 01.06.1947, Blaðsíða 76
bera höfundinum í hvívetna vitni sem hinum fremsta lækni sinnar
samtíðar hér á landi, bæði að þekkingu og gjörhygli". í hinni
fyrstu þeirra, sem nær yfir tímabilið frá 13. júní 1856 til ársloka,
segir hann frá 5 handlæknisaðgerðum, er séu meiri háttar. Er
lýsing á þeim tekin upp í ritgerðina, og telur höf. þær marka
tímamót í sögu handlækninga hér á landi, ekki af því, að þær væru
sjálfar svo mikils háttar, heldur vegna þess, að við fjórar þeirrc
voru sjúklingarnir svæfðir með klóroformi, svo sem Finsen getur
um í athugasemd aftan við lýsingu þeirra, og bætir svo við: „hefur
það, að því er mælt er, ekki verið gert fyrr hér á landi“. Er víst
óhætt að kveða hér sterkara að orði, því að með þeirri greinargerð
höfundar ritgerðarinnar, sem drepið var á hér að framan og hann
rökstyður enn frekar, er hann hefur sagt frá þessu afreki Finsens,
verður að telja að hann hafi sannað, svo ekki verði um deilt, að
þessar svæfingar Finsens, er hann getur um á svo yfirlætislausan
hátt, hafi verið hinar fyrstu, sem um hönd voru hafðar hér á landi.
I 6. þætti, lokaþættinum, sýnir höf., að næstu 9 árin muni ekki
aðrir læknar hér en Finsen hafa framkvæmt svæfingar, en telur,
eins og að líkindum ræður, að Finsen muni hafa gert það við þær
meiri háttar handiæknisaðgerðir, er komu til hans kasta, þótt ekki
hafi honum fundizt ástæða til að geta þess, er ekki var lengur um
nýjung að ræða. Þó gerir höf. ekki ráð fyrir, að Finsen hafi svæft
við fæðingaraðgerðir, svo sem tangartak, enda slíkt lítt tíðkað í
fæðingarstofnuninni í Kaupmannahöfn á námsárum hans. En fyrsta
svæfing hér við fæðingaraðgerð, og sú eina, sem var haft svo
mikið við að geta hennar á prenti, fór fram í lítilli stofu í Reykja-
vík 24. júní 1865. Var þá gerður keisaraskurður á konu, er gjör-
samlega vonlaust var um að losa við burðinn á annan hátt. Voru
þar fjórir læknar að verki: Dr. Jón Hjaltalín, Gísli Hjálmarsson,
fyrrverandi héraðslæknir og tveir franskir læknar, er hér voru
staddir; annaðist annar þeirra svæfinguna. Má telja fyllstu líkur
til þess, að það hafi verið að hvötum útlendu læknanna, að stúlkan
var svæfð, því að hvort tveggja var, að eins og áður er sagt, hafði
dr. Hjaltalín aldrei fyrr haft svæfingar um hönd, og hitt, að ekki
er trúlegt, að hann hefði af eigin hvötum farið að byrja á því við
keisaraskurð, því að þótt þar væri, eins og höf. tekur fram, um
að ræða „eitthvert hið mesta handlækningastórvirki, sem nokkur
læknir hafði þá ráðizt í á íslandi og eflaust hið fyrsta sinnar
tegundar", þá er þess að gæta, að í Danmörku ríkti lengi miklu
meiri íhaldssemi um svæfingar við fæðingaraðgerðir en aðrar
74
Heilbrigt líf